Erlent

David Attenborough fær morðhótanir vegna ummæla um Donald Trump

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
David Attenborough.
David Attenborough. vísir/epa
Sjónvarpsmaðurinn góðkunni David Attenborough hefur fengið morðhótanir eftir að hann lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali skömmu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum að til þess að leysa vandamál eins og Trump væri hægt að skjóta hann.

„Við gætum skotið hann, það er ekki slæm hugmynd,“ sagði Attenborough og hló í viðtali við Radio Times í byrjun mánaðarins.

Nú hefur hins vegar gamanið kárnað því stuðningsmenn Trump hafa sent Attenborough líflátshótanir á samfélagsmiðlum og aðrir hafa hvatt Bandarísku alríkislögregluna, FBI, og Bandarísku leyniþjónustuna til þess að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins þar sem hann hafi hótað að drepa tilvonandi forseta Bandaríkjanna.

Fjallað er um málið á vef Independent sem leitaði viðbragða hjá FBI en þeir neituðu að tjá sig og bentu  á leyniþjónustuna sem hefur ekki svarað fyrirspurnum vefsins.

Attenborough segir sjálfur að hann hafi ekki búist við því að neinn myndi taka þessi ummæli alvarlega.

„Þetta var sagt í gríni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×