Handbolti

Er arftaki Dags fundinn?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Prokop, þjálfari Leipzig.
Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Vísir/getty
Þýskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um stöðu Dags Sigurðssonar hjá þýska landsliðinu. Fullyrt er að Dagur muni hætta sem landsliðsþjálfari næsta sumar og taka við landsliði Japans.

Dagur, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum í upphafi ársins, er samningsbundinn þýska handknattleikssambandinu til 2020 en getur nýtt sér uppsagnarákvæði í sumar.

Sjálfur segir Dagur að engin ákvörðun hafi enn verið tekin og Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, heldur enn í vonina um að Degi snúist hugur og haldi áfram.

Þýska blaðið Sport Bild heldur því fram Christian Prokop, þjálfari Leipzig, sé efstur á óskalista þýska sambandsins sem arftaki Dags.

Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu

Prokop er 37 ára gamall og kom Leipzig upp í þýsku úrvalsdeildina árið 2015 og hefur náð að festa liðið í sessi þar. Leipzig hefur komið mörgum á óvart í ár enda er liðið í fimmta sæti deildarinnar.

Prokop átti skammlífan leikmannaferil eftir að alvarleg hnémeiðsli settu strik í reikninginn árið 1999. Hann hafði þá spilað nokkra leiki með þýska landsliðinu.

Dagur hefur fullyrt að hann muni stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi sem fer fram í janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×