Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. nóvember 2016 06:00 Bjarni Benediktsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands í gær. vísir/vilhelm Fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju. Katrín fer á Bessastaði klukkan eitt í dag til fundar við forseta Íslands. Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum. Bjarni fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær og upplýsti hann um stöðu mála. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið,“ sagði Bjarni eftir fundinn með forsetanum. Vísaði hann þar líklega til mögulegs samstarfs síns flokks og Vinstri grænna. Katrín sagði í viðtölum í gær að hennar fyrsti kostur væri að mynda fimm flokka vinstristjórn. Slík stjórn myndi að öllum líkindum undanskilja núverandi ríkisstjórnarflokka. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Áður höfðu Píratar nefnt til sögunnar þann möguleika að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn falli. Aðspurður um mögulega fimm flokka stjórn segir Einar það vera einn möguleikann í stöðunni. „Við tökum ekki þátt í að styðja ríkisstjórn sem inniheldur Framsókn. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ég lít svo á að á meðan sé hann ekki stjórntækur,“ segir Einar. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn útiloki ekkert. „Við þessar flóknu aðstæður þá verðum við sem ábyrgur flokkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við getum orðið að liði,“ segir Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að menn andi með nefinu og ítrekar þá skoðun sína að þjóðin hafi verið að kalla eftir breiðri ríkisstjórn með víða skírskotun. „Framsóknarflokkurinn er alltaf tilbúinn til þess að koma að myndun ríkisstjórnar. Mér þykir menn hafa farið of geyst í að útiloka samstarf við hina og þessa flokka og því er staðan örlítið flókin,“ segir Sigurður Ingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48 Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju. Katrín fer á Bessastaði klukkan eitt í dag til fundar við forseta Íslands. Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum. Bjarni fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær og upplýsti hann um stöðu mála. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið,“ sagði Bjarni eftir fundinn með forsetanum. Vísaði hann þar líklega til mögulegs samstarfs síns flokks og Vinstri grænna. Katrín sagði í viðtölum í gær að hennar fyrsti kostur væri að mynda fimm flokka vinstristjórn. Slík stjórn myndi að öllum líkindum undanskilja núverandi ríkisstjórnarflokka. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Áður höfðu Píratar nefnt til sögunnar þann möguleika að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn falli. Aðspurður um mögulega fimm flokka stjórn segir Einar það vera einn möguleikann í stöðunni. „Við tökum ekki þátt í að styðja ríkisstjórn sem inniheldur Framsókn. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ég lít svo á að á meðan sé hann ekki stjórntækur,“ segir Einar. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn útiloki ekkert. „Við þessar flóknu aðstæður þá verðum við sem ábyrgur flokkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við getum orðið að liði,“ segir Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að menn andi með nefinu og ítrekar þá skoðun sína að þjóðin hafi verið að kalla eftir breiðri ríkisstjórn með víða skírskotun. „Framsóknarflokkurinn er alltaf tilbúinn til þess að koma að myndun ríkisstjórnar. Mér þykir menn hafa farið of geyst í að útiloka samstarf við hina og þessa flokka og því er staðan örlítið flókin,“ segir Sigurður Ingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48 Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48
Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59