Heilbrigð samkeppni Erling Freyr Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var ástandið í fjarskiptum í höfuðborginni þannig að það stóð þróun skólastarfs og atvinnurekstri fyrir þrifum. Gagnaflutningur hjá Landsímanum, sem nú er Síminn og Míla, var svo okurdýr að erfitt var að taka upp nýja kennsluhætti og forneskja í gagnaflutningum hindraði þróun atvinnu- og viðskiptahátta. Reykjavíkurborg sá sig knúna til að byggja sjálf upp innviði nútímaborgarinnar.Hin nýja hitaveita Það var mikil framsýni að ráðast strax upp úr aldamótum í uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Lagnirnar hafa nánast ótakmarkaða flutningsgetu og með tiltölulega ódýrum breytingum á endabúnaði hafa afköst Ljósleiðarans verið aukin úr 10 megabitum á sekúndu í 1.000. Þannig hefur hann verið aflvaki þeirra gagngeru samfélagsbreytinga sem orðið hafa. Nú hafa öll heimili í þéttbýli Reykjavíkur, Seltjarnarness, Akraness, á Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Ölfusi verið tengd. Níu af hverjum tíu heimilum í Kópavogi verða tengd fyrir árslok og meira en helmingur í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ. Við ljúkum þessu 2018. Ég vil líkja þessu við hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæðisins. Það leið raunar um hálf öld frá því fyrstu húsin í höfuðborginni voru tengd til þeirra síðustu. Ljósleiðaravæðingin er langt komin og tekur rúman áratug.Heilbrigðari samkeppni Ljósleiðarinn hefur verið forsenda heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaði. Eigandi grunnkerfisins, Gagnaveita Reykjavíkur, er ekki í beinni samkeppni við viðskiptavinina; sex misstór en öll öflug fjarskiptafyrirtæki sem keppa um viðskipti við þau heimili og fyrirtæki sem tengd eru Ljósleiðaranum. Nú blasir við samkeppni um innviðina líka. Símafyrirtækið sem þótti standa í vegi þróun skólastarfs og atvinnulífs í höfuðborginni um aldamót hefur nú uppgötvað kosti Ljósleiðarans. Það kom raunar fram í nýlegu blaðaviðtali við talskonu Mílu, dótturfélags Símans, að henni finnist það skrýtið að þurfa að eiga í þessari samkeppni. Þar á bæ finnast enn þau sjónarmið að gamaldags kopartengingar séu feikinógu góðar fyrir heimilin.Síminn er velkominn í viðskipti Við hjá Ljósleiðaranum skiljum það sjónarmið að það sé talsvert í lagt að leggja tvö ljósleiðarakerfi. Síminn er vitaskuld velkominn í viðskipti á sömu forsendum og önnur fjarskiptafyrirtæki. Síminn, sem hefur verið í gjörgæslu samkeppnisyfirvalda um langt árabil, virðist hins vegar ekki tilbúinn til að keppa við önnur fjarskiptafyrirtæki á jafnréttisgrunni. Nýlegt dæmi um að Síminn þurfi að eiga alla kökuna eru aðgerðir fyrirtækisins á sjónvarpsmarkaði. Síminn hefur komið í veg fyrir að viðskiptavinir fjarskiptafyrirtækja sem veita sjónvarpsþjónustu sína um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur geti horft á opna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sjónvarp Símans, áður Skjár Einn, í seinkuðu áhorfi. Það geta aðeins þeir sem horfa á sjónvarpsstöðina yfir grunnkerfi Mílu, dótturfélags Símans. Mál vegna þessa er til meðferðar hjá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem deilt er um hvort þetta séu heimilar aðgerðir samkvæmt fjölmiðlalögum.Spennandi tímar Það eru spennandi tímar framundan og Gagnaveita Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til kappkosta að fólki og fyrirtækjum standi til boða öflugustu gagnaflutningsleiðir sem í boði eru á hverjum tíma á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun