Handbolti

Truflaðar tíu sekúndur í nágrannaslag Kiel og Flensburg | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leikmenn Kiel fagna mögnuðum sigri.
Leikmenn Kiel fagna mögnuðum sigri. vísir/getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu góðan heimasigur á erkifjendum sínum og nágrönnum í Flensburg í þýsku 1. deildinni um helgina, 24-23. Síðustu tíu sekúndur leiksins voru ótrúlegar.

Kiel var í sókn þegar tíu sekúndur voru eftir en hendi dómaranna var komin upp til merkis um leikleys. Svíinn Lukas Nilsson tók síðasta skot heimamanna en lét samlanda sinn Mattias Andersson, markvörð Flensburg, verja frá sér. Í raun hefði verið betra fyrir Nilsson að skjóta yfir markið.

Af fæti markvarðarins fór boltinn beint á Holger Glandorf sem sendi fram á Frakkann Kentin Mahé sem komst í dauðafæri gegn Andreas Wolff, markverði Kiel og þýska landsliðsins. Úlfurinn varði meistaralega þegar tvær sekúndur voru eftir en dramatíkinni var ekki lokið þá.

Danski hornamaðurinn Lasse Svan Hansen tók frákastið og komst í dauðafæri en Lukas Nilsson var mættur til baka og braut á Dananum. Vítakast dæmt þegar leiktíminn var runninn út.

Þarna héldu margir að Flensburg myndi tryggja sér eitt stig enda Anders Eggert, vinstri hornamaður Flensburg og Danmerkur, ein allra besta vítaskytta heims. En svo fór ekki. Wolff var hetja heimamanna með því að verja boltann í stöngina og Kiel komið á toppinn í deildinni.

Þessar rosalegu tíu sekúndur má sjá í




Fleiri fréttir

Sjá meira


×