Handbolti

Birna Berg markahæst hjá sínu liði í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir eftir landsleik í Laugardalshöllinni.
Birna Berg Haraldsdóttir eftir landsleik í Laugardalshöllinni. Vísir/Ernir
Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í norska liðinu Glassverket urðu að sætta sig við tap á móti þýska liðnu Thüringer HC í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Þýska liðið vann leikinn með sex mörkum, 33-27, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12.

Íslenska landsliðskonan skoraði sjö mörk úr ellefu skotum og var markahæst í norska liðinu í leiknum.

Hún skoraði þremur mörkum meira en sú næstmarkahæsta sem Martine Wolff.

Birna Berg skoraði tvö mörk á besta kafla Glassverket þegar liðið breytti stöðunni úr 2-5 í 6-5 og hún jafnaði líka metin í 7-7.

Birna Berg skoraði tvö fyrstu mörk Glassverket í seinni hálfleiknum og minnkaði muninn í þrjú mörk í bæði skiptin. Nær komust þær ekki og Thüringer landaði öruggum sigri.

Birna Berg Haraldsdóttir hefur nú skorað 27 mörk í fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni sem gera 5,4 mörk að meðaltali í leik. Glassverket á hinsvegar enn eftir að vinna leik í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×