Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 12:04 Það var nóg að gera hjá Conor McGregor í gær. Vísir/Getty Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt. MMA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira