Írska peningavélin Conor McGregor Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. nóvember 2016 09:00 Conor McGregor er vinsælasti og ríkasti bardagamaður heims en hann á mjög hógværan uppruna. Nordic Photos/Getty Conor Anthony McGregor er einungis 28 ára og strax orðinn lang þekktasti bardagamaður í heimi en frægð hans nær langt út fyrir heim bardagaíþrótta. Hann hefur verið duglegur við að birtast á myndum með frægu fólki og verið tíður gestur í spjallþáttum en hann mætir til að mynda iðulega í þáttinn hans Conans O’Brien fyrir hvern bardaga. Conor er að sama skapi launahæsti bardagamaðurinn en það er ekki ýkja langt síðan hann átti varla fyrir leigunni í heimaborg sinni, Dublin.Eddie Alvarez og Conor McGregor hafa verið eins og hundur og köttur þegar þeir mætast og það verður líklega engin breyting á því í búrinu í kvöld.Nordic Photos/GettyFrá pípulagningum til „pay per view“ Árið 2006 var Conor kominn með töluverða reynslu í boxi og sparkboxi en var á sama tíma að vinna fyrir sér sem lærlingur í pípulagningum. Sama ár hitti hann Tom Egan, en hann átti síðar eftir að verða fyrsti Írinn til að komast í UFC-deildina og þeir fóru að æfa MMA saman. Conor vann sinn fyrsta og eina áhugamannabardaga þegar hann var átján ára og skrifaði í framhaldi undir samning hjá hinni írsku Cage of Truth MMA-deild og fór að mæta á æfingar í Straight Blast Gym hjá John Kavanagh – en hann er enn yfirþjálfari hans og Gunnars okkar Nelson í dag. Til að byrja með var ferill Conors upp og niður, en hann keppti nánast til skiptis í fjaður- og léttvigt. Árið 2011 var hann með fjóra sigra og tvö töp – en það ár fór ferill Írans fyrst af stað fyrir alvöru. Þessi ár vann hann átta bardaga í röð, þar af tvo titilbardaga í bæði fjaður- og léttvigt – og varð þar með fyrsti evrópski bardagamaðurinn til að ná því takmarki að vera með tvö belti á sama tíma. Í framhaldi af því fékk hann samning við UFC-bardagasamtökin.Conor-lestin leggur af stað Conor kom með látum inn í UFC deildina. Fyrsti bardaginn hans var gegn Marcus Brimage – ekkert sérlega stórt nafn en hafði þó verið þátttakandi í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter. Strax í vigtuninni fengu aðdáendur vott af því við hverju var að búast af Íranum kjaftfora en hann og Marcus Brimage óðu beint í ýtingar og djöfulgang nýkomnir af vigtinni. Conor mætti svo pollrólegur í hringinn kvöldið eftir en Brimage virtist bálreiður og svo fór að Conor rotaði hann eftir um það bil mínútu í fyrstu lotu. Sigurinn vakti strax athygli, bæði vegna persónuleika Conors sem skein strax í gegn í fyrsta bardaga hans, hvernig hann notfærði sér sálfræðilega þáttinn til að gera andstæðing sinn reiðan og síðan tæknilegt box þar sem hann var mjög snöggur að finna opnun fyrir „uppercuttið“ sitt sem plantaði Brimage meðvitundarlausum á strigann skömmu síðar. Conor vann næstu fjóra bardaga gegn þeim Max Holloway, Diego Brandao, Dustin Poirier og Dennis Siver og kláraði hann alla bardagana nema gegn Holloway – en þess má geta að Conor sleit krossband gegn Holloway og bardaginn fór í dómaraúrskurð. Þessi sigurhrina varð til þess að Conor fékk tækifæri til að berjast við meistarann José Aldo við litlar vinsældir annarra bardagamanna í fjaðurvigtinni, en margir þeirra vildu meina að Conor hefði einungis fengið bardagann vegna þess að hann var að hala inn peninga fyrir UFC-bardagasamtökin en ekki vegna þess að hann hefði sigrað nógu sterka andstæðinga. Kvartanirnar náðu ekki að stöðva hjól UFC-maskínunnar en flogið var með Conor og Aldo um allan heim til að kynna bardagann í langstærstu kynningarherferð samtakanna frá upphafi. Dramað var í algjöru hámarki þar sem þeir McGregor og Aldo rifust við hvert tækifæri og í nánast öllum heimsálfum og var næstum komið til handalögmála oftar en einu sinn. Síðan kom áfallið – Jose Aldo meiddist á rifbeini og bardaganum sem allir biðu eftir var frestað. Í staðinn barðist McGregor við Chad Mendes um interim-beltið, en það er eins konar vara-belti. Úr varð alveg stórkostlegur bardagi þar sem Conor rotaði Chad Mendes í annarri lotu en þó ekki án vandræða – ameríski glímukappinn Mendes náði að rífa Conor í gólfið tvisvar og koma á hann nokkuð þungum höggum. Loksins kom svo að því að leiðir hans og José Aldo lágu saman og úr urðu ákveðin vonbrigði fyrir aðdáendur íþróttarinnar en bardaginn entist aðeins í 13 sekúndur. José Aldo virtist úr jafnvægi og át vinstri hönd frá Conor eftir að hafa hlaupið inn í hann með höfuðið á undan en Aldo hafði fram að þessu verið ósigraður í heil tíu ár og ekki vanur að gera mistök. Mögulega var þetta sálfræðihernaði Conors að þakka.Eftir helgina gæti Conor McGregor staðið uppi með tvö belti, eitt á sitthvorri öxlinni.Nordic Photos/GettyFærir sig upp á skaftið Nú þegar Conor var loksins kominn með fjaðurvigtartitilinn og orðinn heimsþekktur og vellauðugur fór hann að einbeita sér að öðrum þyngdarflokkum. Hann átti að berjast við Raphael Dos Anjos, sem þá var léttvigtarmeistarinn, en hann meiddist og inn steig Nate nokkur Diaz. Nate Diaz og bróðir hans Nick Diaz eru um margt svipaðir Conor í hegðun – Conor var stundum kallaður „írski Diaz-bróðirinn“ fyrstu daga sína í UFC-samtökunum. Diaz-bræðurnir stunda það að koma andstæðingnum úr jafnvægi fyrir bardagann með því að rífa kjaft og ná fram pirringi og reiði. Úr varð þvílík flugeldasýning af illdeilum fyrir bardaga þeirra þar sem löngutangir voru ítrekað sýndar og orðabókin tæmd af blótsyrðum. Veðbankar vildu nánast allir meina að Conor ætti að vinna bardagann en aðdáendur voru margir á öðru máli og bentu á að það væri ekki sjálfsagt – Nate Diaz er þekktur fyrir gott box, langan faðm, ofurmannlegt þol og það að vera alveg yfirgengilega mikill harðjaxl – en það virðist bæði ómögulegt að rota hann og valda honum nokkrum sársauka yfirhöfuð. Einnig var bardaginn háður í veltivigt – tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigtina sem Conor hafði barist í fram að þessu. Úr varð að Conor mætti æstur til leiks og átti góða fyrsti lotu – en strax varð augljóst að hann var að reyna að rota Nate í einu höggi og sem fyrst. Það er mjög orkufrekur bardagastíll og strax í annarri lotu var hann augljóslega dauðþreyttur og á sama tíma fór Nate að lesa Conor vel, náði svo einum „gúmoren“ á hökuna á Íranum og hengdi hann svo eftir að vankaður Conor reyndi illa framkvæmda fellu. En þetta tap stöðvaði ekki Conor-lestina, hægði ekki einu sinni á henni, og þeir fengu að kljást aftur, enda skilaði fyrri bardaginn risa upphæðum í kassann hjá UFC. Úr varð að önnur rimma þeirra sem varð einn stærsti bardagi allra tíma og þar sigraði Conor eftir fimm lotur í æsispennandi bardaga. Nú erum við komin að bardaganum í kvöld – Conor McGregor í krafti sjarmans, útgeislunarinnar og auðvitað hæfileikans að hala inn peninga fyrir UFC-samtökin, en það er það sem þetta snýst um á endanum, fékk sénsinn á léttvigtarbeltinu. Hann á möguleika á að halda tveimur beltum á sama tíma en það hefur aldrei verið gert áður. BJ Penn, fyrrverandi léttvigtarmeistari, reyndi að ná þessu sama takmarki árið 2009 en tapaði mjög illilega fyrir GSP, þáverandi veltivigtarmeistara. Conor er löngu búinn að skrá sig inn en hann gæti orðið að goðsögn í kvöld og þaggað niður í öllum efasemdaröddunum. MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira
Conor Anthony McGregor er einungis 28 ára og strax orðinn lang þekktasti bardagamaður í heimi en frægð hans nær langt út fyrir heim bardagaíþrótta. Hann hefur verið duglegur við að birtast á myndum með frægu fólki og verið tíður gestur í spjallþáttum en hann mætir til að mynda iðulega í þáttinn hans Conans O’Brien fyrir hvern bardaga. Conor er að sama skapi launahæsti bardagamaðurinn en það er ekki ýkja langt síðan hann átti varla fyrir leigunni í heimaborg sinni, Dublin.Eddie Alvarez og Conor McGregor hafa verið eins og hundur og köttur þegar þeir mætast og það verður líklega engin breyting á því í búrinu í kvöld.Nordic Photos/GettyFrá pípulagningum til „pay per view“ Árið 2006 var Conor kominn með töluverða reynslu í boxi og sparkboxi en var á sama tíma að vinna fyrir sér sem lærlingur í pípulagningum. Sama ár hitti hann Tom Egan, en hann átti síðar eftir að verða fyrsti Írinn til að komast í UFC-deildina og þeir fóru að æfa MMA saman. Conor vann sinn fyrsta og eina áhugamannabardaga þegar hann var átján ára og skrifaði í framhaldi undir samning hjá hinni írsku Cage of Truth MMA-deild og fór að mæta á æfingar í Straight Blast Gym hjá John Kavanagh – en hann er enn yfirþjálfari hans og Gunnars okkar Nelson í dag. Til að byrja með var ferill Conors upp og niður, en hann keppti nánast til skiptis í fjaður- og léttvigt. Árið 2011 var hann með fjóra sigra og tvö töp – en það ár fór ferill Írans fyrst af stað fyrir alvöru. Þessi ár vann hann átta bardaga í röð, þar af tvo titilbardaga í bæði fjaður- og léttvigt – og varð þar með fyrsti evrópski bardagamaðurinn til að ná því takmarki að vera með tvö belti á sama tíma. Í framhaldi af því fékk hann samning við UFC-bardagasamtökin.Conor-lestin leggur af stað Conor kom með látum inn í UFC deildina. Fyrsti bardaginn hans var gegn Marcus Brimage – ekkert sérlega stórt nafn en hafði þó verið þátttakandi í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter. Strax í vigtuninni fengu aðdáendur vott af því við hverju var að búast af Íranum kjaftfora en hann og Marcus Brimage óðu beint í ýtingar og djöfulgang nýkomnir af vigtinni. Conor mætti svo pollrólegur í hringinn kvöldið eftir en Brimage virtist bálreiður og svo fór að Conor rotaði hann eftir um það bil mínútu í fyrstu lotu. Sigurinn vakti strax athygli, bæði vegna persónuleika Conors sem skein strax í gegn í fyrsta bardaga hans, hvernig hann notfærði sér sálfræðilega þáttinn til að gera andstæðing sinn reiðan og síðan tæknilegt box þar sem hann var mjög snöggur að finna opnun fyrir „uppercuttið“ sitt sem plantaði Brimage meðvitundarlausum á strigann skömmu síðar. Conor vann næstu fjóra bardaga gegn þeim Max Holloway, Diego Brandao, Dustin Poirier og Dennis Siver og kláraði hann alla bardagana nema gegn Holloway – en þess má geta að Conor sleit krossband gegn Holloway og bardaginn fór í dómaraúrskurð. Þessi sigurhrina varð til þess að Conor fékk tækifæri til að berjast við meistarann José Aldo við litlar vinsældir annarra bardagamanna í fjaðurvigtinni, en margir þeirra vildu meina að Conor hefði einungis fengið bardagann vegna þess að hann var að hala inn peninga fyrir UFC-bardagasamtökin en ekki vegna þess að hann hefði sigrað nógu sterka andstæðinga. Kvartanirnar náðu ekki að stöðva hjól UFC-maskínunnar en flogið var með Conor og Aldo um allan heim til að kynna bardagann í langstærstu kynningarherferð samtakanna frá upphafi. Dramað var í algjöru hámarki þar sem þeir McGregor og Aldo rifust við hvert tækifæri og í nánast öllum heimsálfum og var næstum komið til handalögmála oftar en einu sinn. Síðan kom áfallið – Jose Aldo meiddist á rifbeini og bardaganum sem allir biðu eftir var frestað. Í staðinn barðist McGregor við Chad Mendes um interim-beltið, en það er eins konar vara-belti. Úr varð alveg stórkostlegur bardagi þar sem Conor rotaði Chad Mendes í annarri lotu en þó ekki án vandræða – ameríski glímukappinn Mendes náði að rífa Conor í gólfið tvisvar og koma á hann nokkuð þungum höggum. Loksins kom svo að því að leiðir hans og José Aldo lágu saman og úr urðu ákveðin vonbrigði fyrir aðdáendur íþróttarinnar en bardaginn entist aðeins í 13 sekúndur. José Aldo virtist úr jafnvægi og át vinstri hönd frá Conor eftir að hafa hlaupið inn í hann með höfuðið á undan en Aldo hafði fram að þessu verið ósigraður í heil tíu ár og ekki vanur að gera mistök. Mögulega var þetta sálfræðihernaði Conors að þakka.Eftir helgina gæti Conor McGregor staðið uppi með tvö belti, eitt á sitthvorri öxlinni.Nordic Photos/GettyFærir sig upp á skaftið Nú þegar Conor var loksins kominn með fjaðurvigtartitilinn og orðinn heimsþekktur og vellauðugur fór hann að einbeita sér að öðrum þyngdarflokkum. Hann átti að berjast við Raphael Dos Anjos, sem þá var léttvigtarmeistarinn, en hann meiddist og inn steig Nate nokkur Diaz. Nate Diaz og bróðir hans Nick Diaz eru um margt svipaðir Conor í hegðun – Conor var stundum kallaður „írski Diaz-bróðirinn“ fyrstu daga sína í UFC-samtökunum. Diaz-bræðurnir stunda það að koma andstæðingnum úr jafnvægi fyrir bardagann með því að rífa kjaft og ná fram pirringi og reiði. Úr varð þvílík flugeldasýning af illdeilum fyrir bardaga þeirra þar sem löngutangir voru ítrekað sýndar og orðabókin tæmd af blótsyrðum. Veðbankar vildu nánast allir meina að Conor ætti að vinna bardagann en aðdáendur voru margir á öðru máli og bentu á að það væri ekki sjálfsagt – Nate Diaz er þekktur fyrir gott box, langan faðm, ofurmannlegt þol og það að vera alveg yfirgengilega mikill harðjaxl – en það virðist bæði ómögulegt að rota hann og valda honum nokkrum sársauka yfirhöfuð. Einnig var bardaginn háður í veltivigt – tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigtina sem Conor hafði barist í fram að þessu. Úr varð að Conor mætti æstur til leiks og átti góða fyrsti lotu – en strax varð augljóst að hann var að reyna að rota Nate í einu höggi og sem fyrst. Það er mjög orkufrekur bardagastíll og strax í annarri lotu var hann augljóslega dauðþreyttur og á sama tíma fór Nate að lesa Conor vel, náði svo einum „gúmoren“ á hökuna á Íranum og hengdi hann svo eftir að vankaður Conor reyndi illa framkvæmda fellu. En þetta tap stöðvaði ekki Conor-lestina, hægði ekki einu sinni á henni, og þeir fengu að kljást aftur, enda skilaði fyrri bardaginn risa upphæðum í kassann hjá UFC. Úr varð að önnur rimma þeirra sem varð einn stærsti bardagi allra tíma og þar sigraði Conor eftir fimm lotur í æsispennandi bardaga. Nú erum við komin að bardaganum í kvöld – Conor McGregor í krafti sjarmans, útgeislunarinnar og auðvitað hæfileikans að hala inn peninga fyrir UFC-samtökin, en það er það sem þetta snýst um á endanum, fékk sénsinn á léttvigtarbeltinu. Hann á möguleika á að halda tveimur beltum á sama tíma en það hefur aldrei verið gert áður. BJ Penn, fyrrverandi léttvigtarmeistari, reyndi að ná þessu sama takmarki árið 2009 en tapaði mjög illilega fyrir GSP, þáverandi veltivigtarmeistara. Conor er löngu búinn að skrá sig inn en hann gæti orðið að goðsögn í kvöld og þaggað niður í öllum efasemdaröddunum.
MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira