Heimir: Held að FH geti ekki fengið Gary Martin á viðráðanlegu verði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 13:30 Heimir Guðjónsson er að leita að frekari styrk. vísir/anton brink Guðmundur Karl Guðmundsson, sem var fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð, samdi í dag við Íslandsmeistara FH í dag til tveggja ára. Hann er annar útispilarinn sem meistararnir fá til sín á eftir Veigari Páli Gunnarssyni. „Mér hefur alltaf fundist hann góður leikmaður. Hann getur leyst margar stöður, er með góðar fyrirgjafir og góður skotmaður bæði með hægri og vinstri. Við teljum að hann geti styrkt okkur, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Vísi eftir undirskriftina í dag. Sjá einnig: Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Guðmundur Karl er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðju, í bakverði og úti á kanti, en hver verður hans staða hjá Hafnafjarðarliðinu? „Það á eftir að koma í ljós en auðvitað höfum við það bakvið eyrað að það er gott að vera með leikmenn í liðinu sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við byrjum að æfa á morgun og þá fá menn tækifæri til að sanna sig,“ sagði Heimir. Þetta er annað árið í röð sem FH fær fyrirliða Fjölnis til sín. Þarf Heimir ekki að fylgjast vel með því hvern Ágúst Gylfason lætur næst hafa bandið í Grafarvoginum? „Þetta er góð spurning. Ég þarf að fylgjast vel með því næsta sumar,“ sagði Heimir og brosti. FH er aðeins búið að fá til sín tvo útileikmenn; Veigar Pál og Guðmund Karl, og markvörðinn Vigni Jóhannesson sem verður á bekknum í baráttu við Gunnar Nielsen. Er eitthvað meira á teikniborðinu hjá FH? „Við erum alltaf að vinna í einhverju. Við höfum ekki misst af neinu sem að við vildum fá. Við erum alltaf að leita og við ætlum að styrkja okkur, það er alveg klárt,“ sagði Heimir. Gary Martin, framherji Víkings, hefur verið sterklega orðaður við FH undanfarnar vikur en ólíklegt þykir að hann verði áfram í Fossvoginum. Í viðtali í Akraborginni sagði Gary sjálfur að það væri erfitt fyrir hann að hafna Íslandsmeisturunum. „Mér finnst Gary Martin mjög góður leikmaður en hann er með samning við Víking. Ef FH ætlar að fá Gary Martin þá held ég að sú upphæð yrði ekki viðráðanleg fyrir Fimleikafélagið,“ sagði Heimir Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45 Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Guðmundur Karl Guðmundsson, sem var fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð, samdi í dag við Íslandsmeistara FH í dag til tveggja ára. Hann er annar útispilarinn sem meistararnir fá til sín á eftir Veigari Páli Gunnarssyni. „Mér hefur alltaf fundist hann góður leikmaður. Hann getur leyst margar stöður, er með góðar fyrirgjafir og góður skotmaður bæði með hægri og vinstri. Við teljum að hann geti styrkt okkur, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Vísi eftir undirskriftina í dag. Sjá einnig: Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Guðmundur Karl er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðju, í bakverði og úti á kanti, en hver verður hans staða hjá Hafnafjarðarliðinu? „Það á eftir að koma í ljós en auðvitað höfum við það bakvið eyrað að það er gott að vera með leikmenn í liðinu sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við byrjum að æfa á morgun og þá fá menn tækifæri til að sanna sig,“ sagði Heimir. Þetta er annað árið í röð sem FH fær fyrirliða Fjölnis til sín. Þarf Heimir ekki að fylgjast vel með því hvern Ágúst Gylfason lætur næst hafa bandið í Grafarvoginum? „Þetta er góð spurning. Ég þarf að fylgjast vel með því næsta sumar,“ sagði Heimir og brosti. FH er aðeins búið að fá til sín tvo útileikmenn; Veigar Pál og Guðmund Karl, og markvörðinn Vigni Jóhannesson sem verður á bekknum í baráttu við Gunnar Nielsen. Er eitthvað meira á teikniborðinu hjá FH? „Við erum alltaf að vinna í einhverju. Við höfum ekki misst af neinu sem að við vildum fá. Við erum alltaf að leita og við ætlum að styrkja okkur, það er alveg klárt,“ sagði Heimir. Gary Martin, framherji Víkings, hefur verið sterklega orðaður við FH undanfarnar vikur en ólíklegt þykir að hann verði áfram í Fossvoginum. Í viðtali í Akraborginni sagði Gary sjálfur að það væri erfitt fyrir hann að hafna Íslandsmeisturunum. „Mér finnst Gary Martin mjög góður leikmaður en hann er með samning við Víking. Ef FH ætlar að fá Gary Martin þá held ég að sú upphæð yrði ekki viðráðanleg fyrir Fimleikafélagið,“ sagði Heimir Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45 Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00
Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45
Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35