Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 13:00 Gunnar og Conor McGregor á æfingu í Mjölniskastalanum fyrr í sumar. mynd/kjartan páll Conor McGregor vakti heimsathygli fyrr á þessu ári þegar hann dró sig úr bardaga sínum við Nate Diaz á UFC 200 og tilkynnti að hann væri hættur að berjast. McGregor neitaði að sinna skyldum sínum gagnvart UFC og mæta á blaðamannafund í Las Vegas fyrir bardagann. Hann var þá staddur á Íslandi og neitaði að fljúga vestur um haf. Málið er rifjað upp á vefsíðu bandaríska dagblaðsins USA Today í dag en McGregor mun á morgun berjast við Eddie Alvarez í UFC 205 í New York. Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors Vitaskuld fór það svo að McGregor hætti við að hætta og barðist svo við Nate Diaz á UFC 202. Hann hafði þá betur en bardaginn var án nokkurs vafa sá stærsti í sögu UFC. En af hverju fer Conor til Íslands þegar hann er að undirbúa sig fyrir bardaga? „Ég er hárnákvæmur. Undirbúningur minn snýst um smáatriði. Þetta eru vísindi. Þegar ég er að undirbúa mig þá er ég ekki að leika mér. Ég finn réttu staðina, rétta fólkið og rétta umhverfið. Ísland er einn af þessum stöðum,“ sagði McGregor í viðtalinu.Gunnar Nelson og Conor McGregor eru góðir vinir.vísir/gettyTenging Conors við Ísland á sér langa sögu en fyrsti umboðsmaður hans var Haraldur Nelson, faðir Gunnars sem hefur verið æfingafélagi Conors um árabil. „Ég þekkti Conor áður en allt þetta byrjaði. Þegar hann var á félagslegum bótum og reyna að byggja upp feril sinn sem bardagamaður. Honum hefur ávallt liðið vel á Íslandi og margar ástæður fyrir því að það er eins og æfingaparadís fyrir hann.“ John Kavanagh, þjálfari þeirra Conors og Gunnars, segir að Ísland henti þeim vel. Sjá einnig: Conor: Þið gerið ekki annað en væla og skæla „Þar lifa þeir heilbrigðum lífsstíl. Lífið gengur aðeins hægar fyrir sig og frábært fyrir bardagamenn að stilla sig af, andlega og líkamlega. Það er ekki mikið stress og nóg af fersku lofti.“ Haraldur segir að Conor hafi klæðst íslensku landsliðstreyjunni á meðan Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu stóð í Frakklandi í sumar. „Við skiljum hann hér. Við berum virðingu fyrir því að hann hefur gert Ísland að sínu öðru heimili og fyrir okkur er hann eins og sonur.“ MMA Tengdar fréttir Conor: Þið gerið ekki annað en að væla og skæla Margir af bardagaköppunum í UFC kvarta yfir því að Conor McGregor fái of mikið borgað og sé ekkert nema kjafturinn. 1. nóvember 2016 11:00 Ronda hættir bráðum í UFC: „Næsti bardagi klárlega einn af mínum síðustu“ Ronda Rousey gagnrýnd fyrir að vera komin með annan fótinn út um UFC-dyrnar tveimur vikum fyrir endurkomuna í búrið. 2. nóvember 2016 11:30 Risvandamál varð þeim besta að falli UFC-stjarnan Jon Jones fær eins árs keppnisbann fyrir að nota menguð lyf sem hjálpaði honum í kynlífinu. 8. nóvember 2016 09:00 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 Aldo verður neyddur til að berjast Þjálfari UFC-bardagakappans Jose Aldo hefur enga trú á því að UFC ætli að verða við óskum Aldo um að losna undan samningi við sambandið. 2. nóvember 2016 12:30 Gunnar Nelson byrjaður að æfa aftur og vill mæta Dong snemma á næsta ári Vill mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim sem fyrst á næsta ári eftir að þurfa að hætta við bardagann í Belfast vegna meiðsla. 7. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Sjá meira
Conor McGregor vakti heimsathygli fyrr á þessu ári þegar hann dró sig úr bardaga sínum við Nate Diaz á UFC 200 og tilkynnti að hann væri hættur að berjast. McGregor neitaði að sinna skyldum sínum gagnvart UFC og mæta á blaðamannafund í Las Vegas fyrir bardagann. Hann var þá staddur á Íslandi og neitaði að fljúga vestur um haf. Málið er rifjað upp á vefsíðu bandaríska dagblaðsins USA Today í dag en McGregor mun á morgun berjast við Eddie Alvarez í UFC 205 í New York. Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors Vitaskuld fór það svo að McGregor hætti við að hætta og barðist svo við Nate Diaz á UFC 202. Hann hafði þá betur en bardaginn var án nokkurs vafa sá stærsti í sögu UFC. En af hverju fer Conor til Íslands þegar hann er að undirbúa sig fyrir bardaga? „Ég er hárnákvæmur. Undirbúningur minn snýst um smáatriði. Þetta eru vísindi. Þegar ég er að undirbúa mig þá er ég ekki að leika mér. Ég finn réttu staðina, rétta fólkið og rétta umhverfið. Ísland er einn af þessum stöðum,“ sagði McGregor í viðtalinu.Gunnar Nelson og Conor McGregor eru góðir vinir.vísir/gettyTenging Conors við Ísland á sér langa sögu en fyrsti umboðsmaður hans var Haraldur Nelson, faðir Gunnars sem hefur verið æfingafélagi Conors um árabil. „Ég þekkti Conor áður en allt þetta byrjaði. Þegar hann var á félagslegum bótum og reyna að byggja upp feril sinn sem bardagamaður. Honum hefur ávallt liðið vel á Íslandi og margar ástæður fyrir því að það er eins og æfingaparadís fyrir hann.“ John Kavanagh, þjálfari þeirra Conors og Gunnars, segir að Ísland henti þeim vel. Sjá einnig: Conor: Þið gerið ekki annað en væla og skæla „Þar lifa þeir heilbrigðum lífsstíl. Lífið gengur aðeins hægar fyrir sig og frábært fyrir bardagamenn að stilla sig af, andlega og líkamlega. Það er ekki mikið stress og nóg af fersku lofti.“ Haraldur segir að Conor hafi klæðst íslensku landsliðstreyjunni á meðan Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu stóð í Frakklandi í sumar. „Við skiljum hann hér. Við berum virðingu fyrir því að hann hefur gert Ísland að sínu öðru heimili og fyrir okkur er hann eins og sonur.“
MMA Tengdar fréttir Conor: Þið gerið ekki annað en að væla og skæla Margir af bardagaköppunum í UFC kvarta yfir því að Conor McGregor fái of mikið borgað og sé ekkert nema kjafturinn. 1. nóvember 2016 11:00 Ronda hættir bráðum í UFC: „Næsti bardagi klárlega einn af mínum síðustu“ Ronda Rousey gagnrýnd fyrir að vera komin með annan fótinn út um UFC-dyrnar tveimur vikum fyrir endurkomuna í búrið. 2. nóvember 2016 11:30 Risvandamál varð þeim besta að falli UFC-stjarnan Jon Jones fær eins árs keppnisbann fyrir að nota menguð lyf sem hjálpaði honum í kynlífinu. 8. nóvember 2016 09:00 Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00 Aldo verður neyddur til að berjast Þjálfari UFC-bardagakappans Jose Aldo hefur enga trú á því að UFC ætli að verða við óskum Aldo um að losna undan samningi við sambandið. 2. nóvember 2016 12:30 Gunnar Nelson byrjaður að æfa aftur og vill mæta Dong snemma á næsta ári Vill mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim sem fyrst á næsta ári eftir að þurfa að hætta við bardagann í Belfast vegna meiðsla. 7. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Sjá meira
Conor: Þið gerið ekki annað en að væla og skæla Margir af bardagaköppunum í UFC kvarta yfir því að Conor McGregor fái of mikið borgað og sé ekkert nema kjafturinn. 1. nóvember 2016 11:00
Ronda hættir bráðum í UFC: „Næsti bardagi klárlega einn af mínum síðustu“ Ronda Rousey gagnrýnd fyrir að vera komin með annan fótinn út um UFC-dyrnar tveimur vikum fyrir endurkomuna í búrið. 2. nóvember 2016 11:30
Risvandamál varð þeim besta að falli UFC-stjarnan Jon Jones fær eins árs keppnisbann fyrir að nota menguð lyf sem hjálpaði honum í kynlífinu. 8. nóvember 2016 09:00
Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Conor McGregor mætti í minkapels á blaðamannafundinn fyrir UFC 205 sem fram fer á laugardagskvöldið en eins og oftast varð allt tryllt. 11. nóvember 2016 09:00
Aldo verður neyddur til að berjast Þjálfari UFC-bardagakappans Jose Aldo hefur enga trú á því að UFC ætli að verða við óskum Aldo um að losna undan samningi við sambandið. 2. nóvember 2016 12:30
Gunnar Nelson byrjaður að æfa aftur og vill mæta Dong snemma á næsta ári Vill mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim sem fyrst á næsta ári eftir að þurfa að hætta við bardagann í Belfast vegna meiðsla. 7. nóvember 2016 08:30