Og hvað svo, jafnaðarmenn? Ellert B. Schram skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Ég get ekki brúkað neina tæpitungu, þegar demókratinn Hillary tapar í forsetakjöri Bandaríkjanna, fyrir manni, sem mér finnst ekki boðlegur. Ég get ekki heldur annað gert en krossa yfir leiðið hjá Samfylkingunni, þegar flokkurinn slefar inn rétt rúmum fimm prósentum í alþingiskosningum. Ég get ekki farið fram á að fólk kjósi endilega það sem mér finnst að eigi að kjósa. Ég ræð ekki hvernig fólk kýs. En ég lærði það í fótboltanum í gamla daga, að tap í einum leik, er áskorun um að gera betur í næsta leik. Það er dagur eftir þennan dag. Sumir segja að dagar jafnaðarmannaflokka séu taldir. Ekki bara hér á landi, því sama þróun á sér stað í öðrum evrópskum löndum. Öfgarnar til hægri og vinstri takast á. Miðjan gleymist. Vissulega er baráttan um lífskjör stéttanna og hagsmuni alþýðunnar ekki í sama sviðsljósinu frá því sem áður var. Þú siglir ekki lengur lygnan sjó í miðju stjórnmálanna. Það eru öfgarnar sem ráða, stóru yfirlýsingarnar, peningarnir og völdin. Og miðjuflokkarnir gleymast. Jafnræði, samkennd, réttlæti og kærleiki eru ekki lengur „djúsí“ þegar kemur að kosningum eða fylgi. Sérhagsmunirnir ráð för. Ekki almannaheill, ekki minnimáttar, ekki að gæta bróður míns. Bara mín. Sannleikurinn er samt sá, að í öllum flokkum, er fólk sem skilur þá grundvallarskoðun, að þjóðfélagið er eitt stórt heimili og hver einasti einstaklingur skiptir máli og hann þarf á hjálparhönd að halda, þegar kaupið, launin og bæturnar duga ekki lengur fyrir útgjöldunum. Hann þarf að hafa kerfi, sem grípur aldraða, fatlaða, fátæka og barnmarga. Eða sjúka. Uppbygging samfélagsins verður að taka tillit til allra sem búa við slæman kost, sem dregist hafa aftur úr í kapphlaupinu um að eiga til hnífs og skeiðar. Samfélagið á að vera skjöldurinn og björgunarhringurinn. Þegar lýðræðið varð til, þegar Frakkar gerðu uppreisn gegn konungsvaldinu og yfirstéttinni í lok nítjándu aldar, þá var það í þágu almennings, alþýðunnar og allra þeirra undirsáta, sem ekki höfðu einu sinni mannréttindi.Málstaðurinn enn við lýði Jafnaðarmannaflokkar, hvarvetna í Evrópu og líka Íslandi hafa það markmið og stefnu að berjast fyrir „venjulega fólkinu“, barnafólki, láglaunafólki og minnimáttar. Það er kjölfestan í starfi og stefnu jafnaðarmanna. Að gæta náungans, að rétta hjálparhönd, að gæta jafnréttis og jafnræðis. Kannski hefur Samfylkingin ekki staðið sig nógu vel í þeirri baráttu. Innbyrðis átök, lognmolla út á við, sofandi á verðinum, flokkurinn datt niður og hvarf, milli vinstri og hægri. Í einskis manns landi. Því fór sem fór. En ég er einlægt þeirrar skoðunar að hér á landi sé enn hópur fólks sem trúir á jafnréttið, samkenndina og réttlátt samfélag en vandi þessa hóps er að hann dreifist á marga flokka, Betri framtíð, Viðreisn, Vinstri græna, Pírata og Samfylkingu, og annar hver framsóknarmaður. Líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þegar ég var í þeim flokki. Úr því verður engin fylking, hvað þá samfylking. Og svo kemur fjöldinn allur af smáframboðum fram á sjónarsviðið, sem draga til sín fylgi þúsunda kjósenda, án þess að fá einn eða neinn til að tala máli sínu frekar. Það tvístrast þetta lið, sem ég skilgreini sem jafnaðarmenn og við sitjum uppi með hægri flokk, talsmenn sérhagsmunanna og ríka fólksins, sem fær þó ekki nema 30% atkvæða á meðan framangreindir flokkar eru með 70% fylgi. Samanlagt. Þetta er staðan í dag. Og við sitjum uppi, jafnaðarmenn, særðir og sorgmæddir. Leikurinn tapaðist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og framtíðinni og göfugu hlutverki jafnaðarmanna er hvergi lokið. Málstaðurinn er enn við lýði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki brúkað neina tæpitungu, þegar demókratinn Hillary tapar í forsetakjöri Bandaríkjanna, fyrir manni, sem mér finnst ekki boðlegur. Ég get ekki heldur annað gert en krossa yfir leiðið hjá Samfylkingunni, þegar flokkurinn slefar inn rétt rúmum fimm prósentum í alþingiskosningum. Ég get ekki farið fram á að fólk kjósi endilega það sem mér finnst að eigi að kjósa. Ég ræð ekki hvernig fólk kýs. En ég lærði það í fótboltanum í gamla daga, að tap í einum leik, er áskorun um að gera betur í næsta leik. Það er dagur eftir þennan dag. Sumir segja að dagar jafnaðarmannaflokka séu taldir. Ekki bara hér á landi, því sama þróun á sér stað í öðrum evrópskum löndum. Öfgarnar til hægri og vinstri takast á. Miðjan gleymist. Vissulega er baráttan um lífskjör stéttanna og hagsmuni alþýðunnar ekki í sama sviðsljósinu frá því sem áður var. Þú siglir ekki lengur lygnan sjó í miðju stjórnmálanna. Það eru öfgarnar sem ráða, stóru yfirlýsingarnar, peningarnir og völdin. Og miðjuflokkarnir gleymast. Jafnræði, samkennd, réttlæti og kærleiki eru ekki lengur „djúsí“ þegar kemur að kosningum eða fylgi. Sérhagsmunirnir ráð för. Ekki almannaheill, ekki minnimáttar, ekki að gæta bróður míns. Bara mín. Sannleikurinn er samt sá, að í öllum flokkum, er fólk sem skilur þá grundvallarskoðun, að þjóðfélagið er eitt stórt heimili og hver einasti einstaklingur skiptir máli og hann þarf á hjálparhönd að halda, þegar kaupið, launin og bæturnar duga ekki lengur fyrir útgjöldunum. Hann þarf að hafa kerfi, sem grípur aldraða, fatlaða, fátæka og barnmarga. Eða sjúka. Uppbygging samfélagsins verður að taka tillit til allra sem búa við slæman kost, sem dregist hafa aftur úr í kapphlaupinu um að eiga til hnífs og skeiðar. Samfélagið á að vera skjöldurinn og björgunarhringurinn. Þegar lýðræðið varð til, þegar Frakkar gerðu uppreisn gegn konungsvaldinu og yfirstéttinni í lok nítjándu aldar, þá var það í þágu almennings, alþýðunnar og allra þeirra undirsáta, sem ekki höfðu einu sinni mannréttindi.Málstaðurinn enn við lýði Jafnaðarmannaflokkar, hvarvetna í Evrópu og líka Íslandi hafa það markmið og stefnu að berjast fyrir „venjulega fólkinu“, barnafólki, láglaunafólki og minnimáttar. Það er kjölfestan í starfi og stefnu jafnaðarmanna. Að gæta náungans, að rétta hjálparhönd, að gæta jafnréttis og jafnræðis. Kannski hefur Samfylkingin ekki staðið sig nógu vel í þeirri baráttu. Innbyrðis átök, lognmolla út á við, sofandi á verðinum, flokkurinn datt niður og hvarf, milli vinstri og hægri. Í einskis manns landi. Því fór sem fór. En ég er einlægt þeirrar skoðunar að hér á landi sé enn hópur fólks sem trúir á jafnréttið, samkenndina og réttlátt samfélag en vandi þessa hóps er að hann dreifist á marga flokka, Betri framtíð, Viðreisn, Vinstri græna, Pírata og Samfylkingu, og annar hver framsóknarmaður. Líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þegar ég var í þeim flokki. Úr því verður engin fylking, hvað þá samfylking. Og svo kemur fjöldinn allur af smáframboðum fram á sjónarsviðið, sem draga til sín fylgi þúsunda kjósenda, án þess að fá einn eða neinn til að tala máli sínu frekar. Það tvístrast þetta lið, sem ég skilgreini sem jafnaðarmenn og við sitjum uppi með hægri flokk, talsmenn sérhagsmunanna og ríka fólksins, sem fær þó ekki nema 30% atkvæða á meðan framangreindir flokkar eru með 70% fylgi. Samanlagt. Þetta er staðan í dag. Og við sitjum uppi, jafnaðarmenn, særðir og sorgmæddir. Leikurinn tapaðist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og framtíðinni og göfugu hlutverki jafnaðarmanna er hvergi lokið. Málstaðurinn er enn við lýði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar