Hanning reiknar með brotthvarfi Dags Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 11:30 Vísir/Getty Sem kunnugt er íhugar Dagur Sigurðsson nú að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari þýska liðsins næsta sumar. Dagur tók við starfinu fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan þá tekist að gera Þýskaland að Evrópumeistara og bronsliði Ólympíuleikanna í sumar. Dagur er samningsbundinn Þjóðverjum til 2020 en á þann möguleika að stíga frá borði í lok júní í sumar. Ljóst er að hann mun stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi í janúar en svo gæti farið að það verði hans síðasta stórmót með Þýskalandi. Sjá einnig: „Ekkert stress þó Dagur hætti“ Bob Hanning er varaforseti þýska handknattleikssambandsins og maðurinn sem réði Dag til Füchse Berlin fyrir sjö árum síðan. Saman náðu þeir frábærum árangri með Berlínarrefina og velgengni Dags hefur svo haldið áfram með þýska landsliðinu.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/GettyHanning tjáði sig um stöðu Dags í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina Sport 1 í gær og sagði að það væri enn allt óákveðið og allir möguleikar opnir teldi hann líklegra að Dagur myndi hætta. „Ég hef það á tilfinningunni að Dagur sé mjög langt kominn með að taka ákvörðun um að gera grundvallarbreytingu á sínu lífi,“ sagði Hanning. Sjá einnig: Brand: Þýðir ekkert að gráta Dag Hann segir að Dagur hafi í ýmsa möguleika í huga. „Hann íhugar að flytja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða feta allt aðra slóð - eitthvað ótengt handbolta,“ sagði hann. „Þegar kemur að lífsskipulagi Dags þá hef ég ekkert um málið að segja. Ég á engan möguleika. Og Japan snýst á engan hátt um peninga.“Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.Vísir/GettyHanning vísaði til þess að Dagur hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Japan, þar sem hann starfaði sem spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003, en Japan verður gestgjafi á Ólympíuleikunum árið 2020. Sjá einnig: Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Sjálfur hefur Dagur staðfest að hann sé kominn með tilboð sem hann sé að skoða og muni nota næstu vikur til þess. En Yuji Harano, framkvæmdastjóri handknattleikssamands Japans, sagði við DPA-fréttaveituna í Þýskalandi í vikunni að þar á bæ könnuðust menn ekki við mögulega ráðningu Dags í landsliðsþjálfarastarfið. Handbolti Tengdar fréttir „Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00 Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00 Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45 Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Sem kunnugt er íhugar Dagur Sigurðsson nú að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari þýska liðsins næsta sumar. Dagur tók við starfinu fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan þá tekist að gera Þýskaland að Evrópumeistara og bronsliði Ólympíuleikanna í sumar. Dagur er samningsbundinn Þjóðverjum til 2020 en á þann möguleika að stíga frá borði í lok júní í sumar. Ljóst er að hann mun stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi í janúar en svo gæti farið að það verði hans síðasta stórmót með Þýskalandi. Sjá einnig: „Ekkert stress þó Dagur hætti“ Bob Hanning er varaforseti þýska handknattleikssambandsins og maðurinn sem réði Dag til Füchse Berlin fyrir sjö árum síðan. Saman náðu þeir frábærum árangri með Berlínarrefina og velgengni Dags hefur svo haldið áfram með þýska landsliðinu.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/GettyHanning tjáði sig um stöðu Dags í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina Sport 1 í gær og sagði að það væri enn allt óákveðið og allir möguleikar opnir teldi hann líklegra að Dagur myndi hætta. „Ég hef það á tilfinningunni að Dagur sé mjög langt kominn með að taka ákvörðun um að gera grundvallarbreytingu á sínu lífi,“ sagði Hanning. Sjá einnig: Brand: Þýðir ekkert að gráta Dag Hann segir að Dagur hafi í ýmsa möguleika í huga. „Hann íhugar að flytja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða feta allt aðra slóð - eitthvað ótengt handbolta,“ sagði hann. „Þegar kemur að lífsskipulagi Dags þá hef ég ekkert um málið að segja. Ég á engan möguleika. Og Japan snýst á engan hátt um peninga.“Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.Vísir/GettyHanning vísaði til þess að Dagur hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Japan, þar sem hann starfaði sem spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003, en Japan verður gestgjafi á Ólympíuleikunum árið 2020. Sjá einnig: Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Sjálfur hefur Dagur staðfest að hann sé kominn með tilboð sem hann sé að skoða og muni nota næstu vikur til þess. En Yuji Harano, framkvæmdastjóri handknattleikssamands Japans, sagði við DPA-fréttaveituna í Þýskalandi í vikunni að þar á bæ könnuðust menn ekki við mögulega ráðningu Dags í landsliðsþjálfarastarfið.
Handbolti Tengdar fréttir „Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00 Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00 Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45 Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00
Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00
Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45
Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00