Innherjar í pólitík Einar Páll Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi:Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru…“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi:Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru…“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun