Skákin fór fram í New York í Bandaríkjunum nú í kvöld. Atskákir verða tefldar á miðvikudaginn.
Eftir skákina sagðist Carlsen ekki hafa verið tilbúinn til að taka mikla áhættu en skákin fór hratt af stað og var jafntefli lýst yfir eftir 30 leiki. Carlsen bað aðdáendur sem vonuðust eftir lengri viðureign afsökunar.
Greinendur Chess24 segja að líklega hafi Carlsen ákveðið að hann ætti betri möguleika á sigri í fjórum hröðum skákum en í einni hefðbundinni.