Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 10:46 Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Í gær neituðu gull- og silfurverðlaunahafi í opna flokknum á Íslandsmótinu að gangast undir lyfjapróf. Að neita að fara í próf er sjálfkrafa fall og þeir Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson eru komnir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. „Það kvitta allir keppendur undir að það megi lyfjaprófa á okkar mótum. Svo tekur lyfjaeftirlitið við. Framkvæmdin er á þeirra vegum. Þetta hefur verið svona í nokkur ár,“ segir Guðrún Linda og bætir við að það skipti CrossFit-sambandið máli að hafi lyfjamálin í lagi.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum „Við höfum verið að vinna í því að setja upp almennilegt lyfjaeftirlit. Við erum glöð að það skili einhverju. Auðvitað myndum við helst vilja að það hafi ekki farið svona. Við erum samt hlutlaus í þessu. Tökum próf og tökum niðurstöðunni. Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi. Allar stöðvarnar standa saman í þessu.“ Þó svo það hafi ekki farið vel í Digranesi í gær þá efast Guðrún Linda ekkert um að það sé hægt að komast á toppinn án þess að taka inn ólögleg efni. „Mér finnst leiðinlegt að þeir sjái sig knúna til að taka inn ólögleg efni en ég er langt frá í að vera sannfærð um að þeir bestu í heiminum séu á einhverju ólöglegu,“ segir Guðrún Linda en telur hún að sterar séu algengir í crossfit-heiminum? „Mín tilfinning er sú að sterar séu ekki algengir í CrossFit.“ Lyfjaeftirlitsmennirnir tveir sem mættu óttuðust mjög um öryggi sitt en þeir segja Hinrik hafa hótað þeim barsmíðum. „Ég veit ekkert um það og mun ekki tjá mig neitt um það. Það kemur okkur lítið við.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Innlendar Tengdar fréttir Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01