Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Rapid Vín sem tapaði gegn Sturm Graz í austurrísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Rapid Vín var í 5.sæti deildarinnar fyrir leikinn en Sturm Graz í 2.sæti en gat komist upp fyrir SCR Attach á toppnum með sigri. Arnór Ingvi lék á hægri kantinum í liði Rapid.
Sturm Graz komst yfir á 10.mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Giorgi Kvilitaia fyrir Rapid eftir sendingu frá Arnóri Ingva. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en á 81.mínútu kom sigurmarkið og þar voru gestirnir að verki með marki Marc Andre Schmerbock.
Rapid Vín er því enn í 5.sætinu, þrettán stigum á eftir Sturm Graz sem eru efstir. Þrjú efstu liðin fara í Evrópukeppni og er Rapid 11 stigum frá 3.sætinu eftir 16 umerðir.
