Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. nóvember 2016 19:05 Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“ Lyf Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“
Lyf Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira