Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Kristinn Geir Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 24. nóvember 2016 22:00 Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Njarðvíkingar spiluðu frábæran varnarleik í leiknum í kvöld og héldu KR-ingum í aðeins 33% skotnýtingu. Njarðvík leiddi með einu stigi, 15-16, eftir 1. leikhluta og í þeim öðrum skelltu gestirnir svo í lás í vörninni. KR skoraði aðeins átta stig í 2. leikhluta gegn 18 stigum Njarðvíkur sem var yfir í hálfleik, 23-34. Njarðvíkingar voru áfram með yfirhöndina í seinni hálfleik og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 61-72, Njarðvík í vil. Björn Kristjánsson reyndist sínum gömlu félögum í KR erfiður en hann skoraði 24 stig fyrir Njarðvík. Jeremy Atkinson var einnig öflugur en hann gerði 18 stig og tók tíu fráköst á aðeins 20 mínútum. Hjá KR var liðsheildin verulega löskuð og var það Snorri Hrafnkelsson, stigahæsti maður liðsins ásamt Sigurði Þorvaldssyni, sem einn átti sæmilegan leik í liði venjulega drekkhlöðnu af hæfileikum. Hjá Njarðvík var liðsheildin sigurvegari kvöldins; leikmenn þéttust saman við hvern lítinn varnarsigur og óx ásmeginn við hverja körfu sína. Með sigrinum fóru Njarðvíkingar upp í 5. sæti deildarinnar. KR er hins vegar á toppnum með tólf stig, líkt og Stjarnan og Grindavík.KR-Njarðvík 61-72 (15-16, 8-18, 18-23, 20-15)KR: Sigurður Á. Þorvaldsson 14/10 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 14, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 9, Cedrick Taylor Bowen 8/5 fráköst, Darri Hilmarsson 6/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 5/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 5/8 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Arnór Hermannsson 0/6 fráköst.Njarðvík: Björn Kristjánsson 24/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 18/10 fráköst, Logi Gunnarsson 14/5 stolnir, Stefan Bonneau 5, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Jón Arnór Sverrisson 2/5 fráköst, Páll Kristinsson 2, Johann Arni Olafsson 2/11 fráköst.Daníel: Áttum alltaf svör Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að undirbúningurinn hafi skipt sköpum. „Þetta felst allt í undirbúningi; við lögðum leikinn upp með ákveðnum áherslum sem gengu flest allar upp, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við héldum þeim í 23 stigum. Við náðum einnig að aðlaga okkar leik og áttum alltaf svör. Við vissum að þeir eru með frábært lið og að þeir myndum koma með áhlaup,“ sagði Daníel. „Við stóðumst þau með því að vera rólegir í höfðinu og ekki láta þá leiða okkur útí einhverja vitleysu. Þetta sást best undir lokin þegar þeir voru og við áttum tækifæri á hraðaupphlaupi þá stilltum við bara upp í rólegheitum. Eitthvað sem við þurfum að gera, þ.e. að stjórna leiknum.“ KR-ingar gerðu margar áhlaupstilraunir en áttu aldrei erindi sem erfiði. Daníel þakkar leikskipulaginu fyrir það. „Þrátt fyrir að við fáum körfur á okkur höldum við okkur við leikskipulagið. Við vorum alltaf í takti, alltaf að hjálpa hvorum öðrum og þegar einhver var ruglaður í vörninni þá var hann látinn heyra það og látinn aðlagast. Þegar við vinnum svona sem lið er okkur allir vegir færir. Ég er bara virkilega ánægður með strákana í kvöld,“ sagði Daníel.Finnur Freyr: Frammistaðan langt fyrir neðan allar hellur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta er lélegsta frammistaða liðsins síðan ég tók við því, fyrir þremur árum. Á öllum vígstöðvum vorum við langt frá okkar besta. Við byrjum ágætlega og erum að hlaupa ágætan sóknarleik og erum að fá fín skot en sniðskotin fóru ekki niður. Opin skot frá okkar skyttum fóru ekki niður og þá verða hlutirnir erfiðir,“ sagði Finnur. „Frammistaðin í heild var einfaldlega langt fyrir neðan allar hellur og ekki okkur bjóðandi. En svona er þetta stundum; þegar þú spilar illa, taparðu. Það er svo einfalt.“ Lykilmenn KR áttu undarlegt kvöld, svo ekki verður meira sagt og þó Finnur hafi alls ekki kafað djúpt á bekkinn (aðeins 8 leikmenn komu við sögu) þá voru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem spiluðu síðustu fimm mínúturnar. „Ég var óánægður með allt liðið, við vorum búnir að vera að reyna hitt og þetta lunga leiks. það var ekki búið að ganga og þá verður maður að breyta einhverju og Arnór [Hermannsson], sérstaklega, kom með kraft inn. Strákur sem er búinn að vera að spila vel það sem af er vetri,“ sagði Finnur. „Ungu strákarnir stóðu sig vel en munurinn var orðinn of mikill þarna síðustu sex mínúturnar til þess að eiga raunhæfan möguleika, það hefði allt þurft að ganga upp. En þeir gerðu vel og börðust; gerðu þetta þannig að við gátum gengið nokkuð sómasamlega frá leiknum en frammistaðan bara djók.“ Aðspurður hvort liðið færi í naflaskoðun núna sagði Finnur: „Neinei, við skulum ekki tapa okkur. Við vitum alveg hvað við getum, stundum erum við í stuði og stundum ekki. Við vitum að við þurfum að vera betri. Við þurfum að taka skilaboðunum sem við fengum í þessum leik en ekki lesa of mikið í stöðuna,“ sagði Finnur að lokum.Björn: Aukakraftur fylgdi því að koma á gamla heimavöllinn Björn Kristjánsson, leikmaður Njarðvíkur, var kampakátur eftir leikinn og talaði um að sú staðreynd að vera koma aftur á gamla heimavöllinn hafi skipt sig máli. „Það var mjög gott og auka kraftur sem fylgdi því í byrjun og stigin tvö voru góð,“ sagði Björn. Varnarleikur Njarðvíkur hélt KR í 61 stigi og nýting heimamanna slæm en aðspurður um góðan varnarleik sinna manna sagði Björn: „Vörnin okkar var góð á köflum. Þeir hittu ekki vel og við reyndum að láta þá taka erfið skot en á sama tíma hittu þeir ekki vel úr sínum opnu skotum.“ Njarðvíkingar stóðu öll áhlaup KR af sér, sem geta oft á tíðum verið of mikil byrði fyrir mörg lið. „Við vissum að þeir myndu koma með áhlaup. Þetta er þannig lið að það getur komið með marga þrista á augabragði. Í staðinn fyrir að reyna að svara þristunum strax reyndum við að stilla upp og frekar róa leikinn,“ sagði Björn.Bein lýsing: KR - NjarðvíkVísirvísir/antonKR tapaði öðrum heimaleiknum í vetur.vísir/ernirBjörn átti flottan leik í kvöld.vísir/ernirDaníel og hans menn eru komnir upp í 5. sæti Domino's deildarinnar.vísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Njarðvíkingar spiluðu frábæran varnarleik í leiknum í kvöld og héldu KR-ingum í aðeins 33% skotnýtingu. Njarðvík leiddi með einu stigi, 15-16, eftir 1. leikhluta og í þeim öðrum skelltu gestirnir svo í lás í vörninni. KR skoraði aðeins átta stig í 2. leikhluta gegn 18 stigum Njarðvíkur sem var yfir í hálfleik, 23-34. Njarðvíkingar voru áfram með yfirhöndina í seinni hálfleik og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 61-72, Njarðvík í vil. Björn Kristjánsson reyndist sínum gömlu félögum í KR erfiður en hann skoraði 24 stig fyrir Njarðvík. Jeremy Atkinson var einnig öflugur en hann gerði 18 stig og tók tíu fráköst á aðeins 20 mínútum. Hjá KR var liðsheildin verulega löskuð og var það Snorri Hrafnkelsson, stigahæsti maður liðsins ásamt Sigurði Þorvaldssyni, sem einn átti sæmilegan leik í liði venjulega drekkhlöðnu af hæfileikum. Hjá Njarðvík var liðsheildin sigurvegari kvöldins; leikmenn þéttust saman við hvern lítinn varnarsigur og óx ásmeginn við hverja körfu sína. Með sigrinum fóru Njarðvíkingar upp í 5. sæti deildarinnar. KR er hins vegar á toppnum með tólf stig, líkt og Stjarnan og Grindavík.KR-Njarðvík 61-72 (15-16, 8-18, 18-23, 20-15)KR: Sigurður Á. Þorvaldsson 14/10 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 14, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 9, Cedrick Taylor Bowen 8/5 fráköst, Darri Hilmarsson 6/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 5/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 5/8 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Arnór Hermannsson 0/6 fráköst.Njarðvík: Björn Kristjánsson 24/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 18/10 fráköst, Logi Gunnarsson 14/5 stolnir, Stefan Bonneau 5, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Jón Arnór Sverrisson 2/5 fráköst, Páll Kristinsson 2, Johann Arni Olafsson 2/11 fráköst.Daníel: Áttum alltaf svör Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að undirbúningurinn hafi skipt sköpum. „Þetta felst allt í undirbúningi; við lögðum leikinn upp með ákveðnum áherslum sem gengu flest allar upp, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við héldum þeim í 23 stigum. Við náðum einnig að aðlaga okkar leik og áttum alltaf svör. Við vissum að þeir eru með frábært lið og að þeir myndum koma með áhlaup,“ sagði Daníel. „Við stóðumst þau með því að vera rólegir í höfðinu og ekki láta þá leiða okkur útí einhverja vitleysu. Þetta sást best undir lokin þegar þeir voru og við áttum tækifæri á hraðaupphlaupi þá stilltum við bara upp í rólegheitum. Eitthvað sem við þurfum að gera, þ.e. að stjórna leiknum.“ KR-ingar gerðu margar áhlaupstilraunir en áttu aldrei erindi sem erfiði. Daníel þakkar leikskipulaginu fyrir það. „Þrátt fyrir að við fáum körfur á okkur höldum við okkur við leikskipulagið. Við vorum alltaf í takti, alltaf að hjálpa hvorum öðrum og þegar einhver var ruglaður í vörninni þá var hann látinn heyra það og látinn aðlagast. Þegar við vinnum svona sem lið er okkur allir vegir færir. Ég er bara virkilega ánægður með strákana í kvöld,“ sagði Daníel.Finnur Freyr: Frammistaðan langt fyrir neðan allar hellur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta er lélegsta frammistaða liðsins síðan ég tók við því, fyrir þremur árum. Á öllum vígstöðvum vorum við langt frá okkar besta. Við byrjum ágætlega og erum að hlaupa ágætan sóknarleik og erum að fá fín skot en sniðskotin fóru ekki niður. Opin skot frá okkar skyttum fóru ekki niður og þá verða hlutirnir erfiðir,“ sagði Finnur. „Frammistaðin í heild var einfaldlega langt fyrir neðan allar hellur og ekki okkur bjóðandi. En svona er þetta stundum; þegar þú spilar illa, taparðu. Það er svo einfalt.“ Lykilmenn KR áttu undarlegt kvöld, svo ekki verður meira sagt og þó Finnur hafi alls ekki kafað djúpt á bekkinn (aðeins 8 leikmenn komu við sögu) þá voru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem spiluðu síðustu fimm mínúturnar. „Ég var óánægður með allt liðið, við vorum búnir að vera að reyna hitt og þetta lunga leiks. það var ekki búið að ganga og þá verður maður að breyta einhverju og Arnór [Hermannsson], sérstaklega, kom með kraft inn. Strákur sem er búinn að vera að spila vel það sem af er vetri,“ sagði Finnur. „Ungu strákarnir stóðu sig vel en munurinn var orðinn of mikill þarna síðustu sex mínúturnar til þess að eiga raunhæfan möguleika, það hefði allt þurft að ganga upp. En þeir gerðu vel og börðust; gerðu þetta þannig að við gátum gengið nokkuð sómasamlega frá leiknum en frammistaðan bara djók.“ Aðspurður hvort liðið færi í naflaskoðun núna sagði Finnur: „Neinei, við skulum ekki tapa okkur. Við vitum alveg hvað við getum, stundum erum við í stuði og stundum ekki. Við vitum að við þurfum að vera betri. Við þurfum að taka skilaboðunum sem við fengum í þessum leik en ekki lesa of mikið í stöðuna,“ sagði Finnur að lokum.Björn: Aukakraftur fylgdi því að koma á gamla heimavöllinn Björn Kristjánsson, leikmaður Njarðvíkur, var kampakátur eftir leikinn og talaði um að sú staðreynd að vera koma aftur á gamla heimavöllinn hafi skipt sig máli. „Það var mjög gott og auka kraftur sem fylgdi því í byrjun og stigin tvö voru góð,“ sagði Björn. Varnarleikur Njarðvíkur hélt KR í 61 stigi og nýting heimamanna slæm en aðspurður um góðan varnarleik sinna manna sagði Björn: „Vörnin okkar var góð á köflum. Þeir hittu ekki vel og við reyndum að láta þá taka erfið skot en á sama tíma hittu þeir ekki vel úr sínum opnu skotum.“ Njarðvíkingar stóðu öll áhlaup KR af sér, sem geta oft á tíðum verið of mikil byrði fyrir mörg lið. „Við vissum að þeir myndu koma með áhlaup. Þetta er þannig lið að það getur komið með marga þrista á augabragði. Í staðinn fyrir að reyna að svara þristunum strax reyndum við að stilla upp og frekar róa leikinn,“ sagði Björn.Bein lýsing: KR - NjarðvíkVísirvísir/antonKR tapaði öðrum heimaleiknum í vetur.vísir/ernirBjörn átti flottan leik í kvöld.vísir/ernirDaníel og hans menn eru komnir upp í 5. sæti Domino's deildarinnar.vísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum