Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópnum, ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, samflokksmann sinn, í spennuþrungnu andrúmsloftinu sem ríkti á Alþingi í gær. vísir/eyþór Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagnstekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablaðið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt framtíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Framsókn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskattheimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/EyþórEins og fram hefur komið samþykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almannatrygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjármagnað öðru vísi en með skattahækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatturinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnarfólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með viðræðuslitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagnstekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablaðið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt framtíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Framsókn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskattheimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/EyþórEins og fram hefur komið samþykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almannatrygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjármagnað öðru vísi en með skattahækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatturinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnarfólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með viðræðuslitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent