Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Hún á afmæli í dag. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Mynd/S2/Böddi Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 í kvöld en þetta er sjötti og síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Sigrún Sjöfn heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag en hún er fædd 23. nóvember 1988. Íslenska liðið þarf að rífa sig upp eftir 46 stiga tap út í Slóvakíu á laugardaginn. „Þetta var erfitt. Leikurinn var bara erfiður í alla staði og ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem ég hef lent jafnoft á vegg. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki. Þær voru stórar, sterkar og hraðar og það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eftir æfingu liðsins í gær. Hvernig ætla stelpurnar að rífa sig upp eftir skellinn úti í Slóvakíu? „Við erum með marga flotta karaktera í liðinu. Við ætlum að gera betur og við munum gera betur. Þetta var erfitt en þetta er búið að það er ekkert sem við getum gert núna til þess að breyta því. Við ætlum að standa okkur í næsta leik og gera ennþá betur,“ sagði Sigrún. „Þetta er ný hópur sem er að koma saman. Það er því erfitt að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta vetri. Það er margt sem þarf að laga og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Við þurfum að finna lausnir,“ sagði Sigrún. Sigrún var bæði stighæst og með flestar stoðsendingar hjá liðinu í leiknum á móti Slóvakíu. „Ég þarf að taka mig til og gera betur eins og allir aðrir í liðinu, bæði í sókn og vörn. Þetta er erfitt af því að þær eru stórar og sterkar en við eigum meiri möguleika á móti Portúgölunum,“ sagði Sigrún. Íslenska liðið vann frábæran sigur á Ungverjalandi í febrúar. „Við vorum hérna heima og fengum frábæran stuðning frá áhorfendum sem gaf okkur ennþá meiri kraft inn á völlinn. Ef við fáum góðan stuðning og tökum okkur allar saman og berjumst sem einn maður þá eigum við góða möguleika,“ sagði Sigrún. Fyrri leikurinn tapaðist út í Portúgal en það er eini sigur portúgalska liðsins í keppninni. Sigur tryggir íslenska liðinu þriðja sæti riðilsins. „Við höfum talað um það eftir síðasta leikinn á móti Portúgal að við ætlum að vinna þær hérna heima. Það er stefnan að vinna þær og taka þriðja sætið,“ sagði Sigrún að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 í kvöld en þetta er sjötti og síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Sigrún Sjöfn heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag en hún er fædd 23. nóvember 1988. Íslenska liðið þarf að rífa sig upp eftir 46 stiga tap út í Slóvakíu á laugardaginn. „Þetta var erfitt. Leikurinn var bara erfiður í alla staði og ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem ég hef lent jafnoft á vegg. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki. Þær voru stórar, sterkar og hraðar og það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eftir æfingu liðsins í gær. Hvernig ætla stelpurnar að rífa sig upp eftir skellinn úti í Slóvakíu? „Við erum með marga flotta karaktera í liðinu. Við ætlum að gera betur og við munum gera betur. Þetta var erfitt en þetta er búið að það er ekkert sem við getum gert núna til þess að breyta því. Við ætlum að standa okkur í næsta leik og gera ennþá betur,“ sagði Sigrún. „Þetta er ný hópur sem er að koma saman. Það er því erfitt að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta vetri. Það er margt sem þarf að laga og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Við þurfum að finna lausnir,“ sagði Sigrún. Sigrún var bæði stighæst og með flestar stoðsendingar hjá liðinu í leiknum á móti Slóvakíu. „Ég þarf að taka mig til og gera betur eins og allir aðrir í liðinu, bæði í sókn og vörn. Þetta er erfitt af því að þær eru stórar og sterkar en við eigum meiri möguleika á móti Portúgölunum,“ sagði Sigrún. Íslenska liðið vann frábæran sigur á Ungverjalandi í febrúar. „Við vorum hérna heima og fengum frábæran stuðning frá áhorfendum sem gaf okkur ennþá meiri kraft inn á völlinn. Ef við fáum góðan stuðning og tökum okkur allar saman og berjumst sem einn maður þá eigum við góða möguleika,“ sagði Sigrún. Fyrri leikurinn tapaðist út í Portúgal en það er eini sigur portúgalska liðsins í keppninni. Sigur tryggir íslenska liðinu þriðja sæti riðilsins. „Við höfum talað um það eftir síðasta leikinn á móti Portúgal að við ætlum að vinna þær hérna heima. Það er stefnan að vinna þær og taka þriðja sætið,“ sagði Sigrún að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30