Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Snærós Sindradóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 23. nóvember 2016 00:01 Katrín Jakobsdóttir segir flokkinn opinn fyrir því að ræða hærri hátekjumörk en 1,5 milljónir króna. Öll slík mörk séu til umræðu í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. vísir/eyþór Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03