„Get ég hjálpað þér?“ Þóra Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Hverjum manni skylt Þó hvílir ákveðin skylda á almenningi að gera sitt til að hjálpa. Meðal annars má nefna að samkvæmt barnaverndarlögum er „öllum … skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.“ En annað er líka hægt að gera þegar við höfum áhyggjur af börnum. Við getum átt samtal við foreldrana. Við getum sýnt þeim kærleika, stuðning og boðið styrk og huggun. Margir hafa þörf fyrir að hjálpa og margir geta þegið og vilja þiggja hjálp. Oft þarf ekki annað til en að gefa af tíma sínum til að eiga samtal. Gefum fólki færi á að létta á hjarta sínu. Líkur eru á að foreldrar einangrist síður með vanda sinn og hann ágerist síður, með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin, ef við gefum stundarkorn af tíma okkar til að spjalla. Alltaf er hægt að benda á ýmsar lausnir og bjóða stuðning.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Hverjum manni skylt Þó hvílir ákveðin skylda á almenningi að gera sitt til að hjálpa. Meðal annars má nefna að samkvæmt barnaverndarlögum er „öllum … skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.“ En annað er líka hægt að gera þegar við höfum áhyggjur af börnum. Við getum átt samtal við foreldrana. Við getum sýnt þeim kærleika, stuðning og boðið styrk og huggun. Margir hafa þörf fyrir að hjálpa og margir geta þegið og vilja þiggja hjálp. Oft þarf ekki annað til en að gefa af tíma sínum til að eiga samtal. Gefum fólki færi á að létta á hjarta sínu. Líkur eru á að foreldrar einangrist síður með vanda sinn og hann ágerist síður, með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin, ef við gefum stundarkorn af tíma okkar til að spjalla. Alltaf er hægt að benda á ýmsar lausnir og bjóða stuðning.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar