Ísland átti 75 prósent af Evrópuliðinu sem vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 10:15 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdótir og Björgvin Karl Guðmundsson fagna ógurlega The Crossfit Games Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hjálpuðu þá Evrópuliðinu að tryggja sér sigur í liðakeppni, Reebok CrossFit Invitational, sem er jafnframt lokakeppni tímabilsins. Mótið fór fram í Oshawa í Kanada. Björgvin Karl Guðmundsson var þriðji Íslendingurinn í þessu fjögurra manna liði. Liðið ætti með réttu að heita Ísland (með smá aðstoð frá Evrópu) enda átti Ísland 75 prósent af keppendum liðsins. Í Evrópuliðinu var einnig Svíinn Lukas Högberg en hin breska Samantha Briggs þjálfaði liðið. Samantha Briggs keppti ekki eins og fyrsta var sagt frá í fréttinni. Þetta er sögulegur sigur því Evrópa hefur aldrei unnið þessa keppni. Fjögur lið kepptu um titilinn en þau komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada og Eyjaálfu (Kyrrahafið). Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit undanfarin tvö ár og Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti bæði árin. Það kom sér vel fyrir Evrópuliðið að hafa íslensku kjarnakonurnar í fararbroddi. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti í karlakeppninni á síðasta ári og enginn aukvisi heldur. Evrópska liðið var sigurstranglegra alveg eins og í fyrra en þá þurfti Evrópa samt að horfa á eftir sigrinum til bandaríska liðsins. Það var hinsvegar ekki að fara endurtaka sig núna. Evrópa vann öruggan sigur en liðið fékk 23 stig út úr greinunum sjö. Evrópa náði öðru sætinu í þremur fyrstu greinunum, vann grein fjögur og grein sjö og gat því leyft sér að enda í þriðja og fjórða sæti í hinum greinunum tveimur. Bandaríkin fékk sextán stig fyrir greinarnar sjö, Eyjaálfa var með fimmtán stig og heimamenn í kanadíska liðinu ráku lestina með tíu stig. Evrópuliðið vann því með sjö stiga mun. Svíinn Lukas Högberg hrósaði íslenska fólkinu eftir keppni þegar hann var beðinn um segja frá taktík evrópska liðsins. „Ég reyndi bara að halda í við þetta frábæra íslenska fólk. Þau eru klikkuð,“ sagði Lukas Högberg.Team Europe is the 2016 Reebok CrossFit Invitational champion. pic.twitter.com/Sx4VdBpcMl— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 For the first-time ever, Europe wins the #CrossFitInvitational pic.twitter.com/96BipY7SuL— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2016 SO PROUD OF THIS TEAM Love every one of them. #TeamEUROPE - Thank YOU guys, thank you @crossfit & @thedavecastro for putting on this show & thank you to all the staff, medical & volunteers for making this happen! Comp. floor is my faaaavorite place to be so I just love all of this. A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Nov 20, 2016 at 4:42pm PST Watch archived footage of the 2016 Reebok CrossFit Invitational. https://t.co/V9aa3vFnsE pic.twitter.com/BQeKzlq4fI— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Það þarf ekki að koma óvart að lið með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur sé líklegt til afreka í keppni í crossfit og það koma líka á daginn um helgina. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hjálpuðu þá Evrópuliðinu að tryggja sér sigur í liðakeppni, Reebok CrossFit Invitational, sem er jafnframt lokakeppni tímabilsins. Mótið fór fram í Oshawa í Kanada. Björgvin Karl Guðmundsson var þriðji Íslendingurinn í þessu fjögurra manna liði. Liðið ætti með réttu að heita Ísland (með smá aðstoð frá Evrópu) enda átti Ísland 75 prósent af keppendum liðsins. Í Evrópuliðinu var einnig Svíinn Lukas Högberg en hin breska Samantha Briggs þjálfaði liðið. Samantha Briggs keppti ekki eins og fyrsta var sagt frá í fréttinni. Þetta er sögulegur sigur því Evrópa hefur aldrei unnið þessa keppni. Fjögur lið kepptu um titilinn en þau komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada og Eyjaálfu (Kyrrahafið). Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit undanfarin tvö ár og Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti bæði árin. Það kom sér vel fyrir Evrópuliðið að hafa íslensku kjarnakonurnar í fararbroddi. Björgvin Karl endaði í þriðja sæti í karlakeppninni á síðasta ári og enginn aukvisi heldur. Evrópska liðið var sigurstranglegra alveg eins og í fyrra en þá þurfti Evrópa samt að horfa á eftir sigrinum til bandaríska liðsins. Það var hinsvegar ekki að fara endurtaka sig núna. Evrópa vann öruggan sigur en liðið fékk 23 stig út úr greinunum sjö. Evrópa náði öðru sætinu í þremur fyrstu greinunum, vann grein fjögur og grein sjö og gat því leyft sér að enda í þriðja og fjórða sæti í hinum greinunum tveimur. Bandaríkin fékk sextán stig fyrir greinarnar sjö, Eyjaálfa var með fimmtán stig og heimamenn í kanadíska liðinu ráku lestina með tíu stig. Evrópuliðið vann því með sjö stiga mun. Svíinn Lukas Högberg hrósaði íslenska fólkinu eftir keppni þegar hann var beðinn um segja frá taktík evrópska liðsins. „Ég reyndi bara að halda í við þetta frábæra íslenska fólk. Þau eru klikkuð,“ sagði Lukas Högberg.Team Europe is the 2016 Reebok CrossFit Invitational champion. pic.twitter.com/Sx4VdBpcMl— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016 For the first-time ever, Europe wins the #CrossFitInvitational pic.twitter.com/96BipY7SuL— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 20, 2016 SO PROUD OF THIS TEAM Love every one of them. #TeamEUROPE - Thank YOU guys, thank you @crossfit & @thedavecastro for putting on this show & thank you to all the staff, medical & volunteers for making this happen! Comp. floor is my faaaavorite place to be so I just love all of this. A photo posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Nov 20, 2016 at 4:42pm PST Watch archived footage of the 2016 Reebok CrossFit Invitational. https://t.co/V9aa3vFnsE pic.twitter.com/BQeKzlq4fI— The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 21, 2016
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti