Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Snærós Sindradóttir skrifar 9. desember 2016 07:15 Flokkarnir fimm hafa reynt að tala sig að niðurstöðu í samstarfi síðustu fjóra daga. Enn er þó langt í langt. Fundað verður áfram um helgina. Vísir/Eyþór Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira