Bandormur ríkisstjórnarinnar liðaðist úr þingsal til nefndar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 18:35 Bjarni Benediktsson á Alþingi í gær. vísir/anton brink Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira