Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 108-74 | Hólmarar áttu ekki séns Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2016 20:30 Vísir KR vann auðveldan sigur á botnliði Snæfells, 108-74, í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram Í DHL-höllinni vestur í bæ. Snæfellingar héldu aðeins í við Íslandsmeistarana í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn í raun búinn. KR-ingar með mikið betra lið og unnu sannfærandi sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna KR.Af hverju vann KR? Það er kannski ekki flókinn ástæða fyrir því, liðið er einfaldlega miklu betra en Snæfell. Skotnýting KR-inga í kvöld var frábær og það gerði lífið ekki auðveldara fyrir Hólmara. Þetta var leikur milli Davíðs og Golíats.Bestu menn vallarins Brynjar Þór Björnsson var magnaður í liði KR, og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Í þeim síðari fengu ungu strákarnir í liði heimamann tækifærið og nýttu það vel.Tölfræði sem vakti athygli KR-liðið var með um 60% skotnýtingu bæði fyrir utan þriggja stig línuna og einnig í tveggja stiga skotum. Það er auðvitað alveg út í hött gott.Hvað gekk illa ? Snæfellingar réðu bara ekki við hraðan og reynsluna hjá KR-liðinu og áttu í raun aldrei séns. Það er erfitt að segja að eitthvað sérstakt hafi gengið illa hjá Snæfellingum, þeir voru almennt ekki nægilega góðir. Ingi: Viljum bara verða betriIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Til að byrja með var þessi leikur spennandi og ég er ánægður með það hvernig mínir menn mættu til leiks,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Hittni KR-ingar í kvöld var óeðlilega góð, og ég hefði viljað sjá þessa hittni á móti Njarðvík en ekki á móti okkur. Þetta er bara frábært lið og enginn skömm að tapa fyrir KR. Fimmtíu stiga tap hefði ekkert verið óeðlileg úrslit.“ Ingi sagðist alls ekki vera óánægður með liðið, fyrir utan einn mann og það var Sefton Barrett. „KR-ingarnir voru mjög vel tengdir hér í dag og greinilegt að æðiskastið hans Finns hefur kveikt í þeim og þeir hafa verið það stressaðir að þeir hafi ekki viljað klúðra því.“ Hann segir það ekki skipta neinu máli á móti hverjum Snæfell spili, markmiðið sé alltaf að reyna verða betri og betri. „Við erum ekki nægilega sterkir líkamlega séð og það bitnar á varnarleiknum. Stundum vantar líka bara upp á samskiptin.“ Brynjar: Skrítið að gíra sig upp í leik sem þú veist að þú ert að fara vinnaBrynjar í leik með KR„Það er kannski erfitt að taka eitthvað út úr svona ójöfnum leik,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Mér fannst við bara nálgast leikinn á jákvæðan máta, það er erfitt að gíra sig upp í leik við lið sem maður veit í raun og veru að maður er alltaf að fara vinna.“ Brynjar segir að Snæfellingarnir hafi oft á tíðum spilað mjög vel í kvöld og látið KR-inga hafa fyrir hlutunum. „Við treystum aðeins of mikið á stökkskotin í kvöld og við vorum að hitta rosalega vel. Ef við hefðum ekki verið að hitta, þá hefði þetta kannski verið 15-20 stiga sigur. Við verðum að keyra aðeins meira á körfuna.“ Brynjar segir að liðið sé ekkert að fara tapa mörgum leikjum í DHL-höllinni, þó að það hafi gerst í tvígang að undanförnu. „Við ætlum okkur deildarameistaratitilinn en það hefur reynst okkur gríðarlega vel undanfarin ár, að eiga alltaf oddaleikina hér á heimavelli.“ KR-Snæfell 108-74 (31-21, 27-19, 22-14, 28-20) KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/6 fráköst, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/13 fráköst/14 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 4/4 fráköst/4 varin skot, Benedikt Lárusson 2, Karvel Ágúst Schram 2, Sigvaldi Eggertsson 2.Snæfell: Sefton Barrett 20/13 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Andrée Fares Michelsson 15, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 9, Snjólfur Björnsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 2. Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
KR vann auðveldan sigur á botnliði Snæfells, 108-74, í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram Í DHL-höllinni vestur í bæ. Snæfellingar héldu aðeins í við Íslandsmeistarana í fyrsta leikhluta en eftir það var leikurinn í raun búinn. KR-ingar með mikið betra lið og unnu sannfærandi sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig en stigaskorið dreifðist vel á milli leikmanna KR.Af hverju vann KR? Það er kannski ekki flókinn ástæða fyrir því, liðið er einfaldlega miklu betra en Snæfell. Skotnýting KR-inga í kvöld var frábær og það gerði lífið ekki auðveldara fyrir Hólmara. Þetta var leikur milli Davíðs og Golíats.Bestu menn vallarins Brynjar Þór Björnsson var magnaður í liði KR, og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Í þeim síðari fengu ungu strákarnir í liði heimamann tækifærið og nýttu það vel.Tölfræði sem vakti athygli KR-liðið var með um 60% skotnýtingu bæði fyrir utan þriggja stig línuna og einnig í tveggja stiga skotum. Það er auðvitað alveg út í hött gott.Hvað gekk illa ? Snæfellingar réðu bara ekki við hraðan og reynsluna hjá KR-liðinu og áttu í raun aldrei séns. Það er erfitt að segja að eitthvað sérstakt hafi gengið illa hjá Snæfellingum, þeir voru almennt ekki nægilega góðir. Ingi: Viljum bara verða betriIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Til að byrja með var þessi leikur spennandi og ég er ánægður með það hvernig mínir menn mættu til leiks,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. „Hittni KR-ingar í kvöld var óeðlilega góð, og ég hefði viljað sjá þessa hittni á móti Njarðvík en ekki á móti okkur. Þetta er bara frábært lið og enginn skömm að tapa fyrir KR. Fimmtíu stiga tap hefði ekkert verið óeðlileg úrslit.“ Ingi sagðist alls ekki vera óánægður með liðið, fyrir utan einn mann og það var Sefton Barrett. „KR-ingarnir voru mjög vel tengdir hér í dag og greinilegt að æðiskastið hans Finns hefur kveikt í þeim og þeir hafa verið það stressaðir að þeir hafi ekki viljað klúðra því.“ Hann segir það ekki skipta neinu máli á móti hverjum Snæfell spili, markmiðið sé alltaf að reyna verða betri og betri. „Við erum ekki nægilega sterkir líkamlega séð og það bitnar á varnarleiknum. Stundum vantar líka bara upp á samskiptin.“ Brynjar: Skrítið að gíra sig upp í leik sem þú veist að þú ert að fara vinnaBrynjar í leik með KR„Það er kannski erfitt að taka eitthvað út úr svona ójöfnum leik,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Mér fannst við bara nálgast leikinn á jákvæðan máta, það er erfitt að gíra sig upp í leik við lið sem maður veit í raun og veru að maður er alltaf að fara vinna.“ Brynjar segir að Snæfellingarnir hafi oft á tíðum spilað mjög vel í kvöld og látið KR-inga hafa fyrir hlutunum. „Við treystum aðeins of mikið á stökkskotin í kvöld og við vorum að hitta rosalega vel. Ef við hefðum ekki verið að hitta, þá hefði þetta kannski verið 15-20 stiga sigur. Við verðum að keyra aðeins meira á körfuna.“ Brynjar segir að liðið sé ekkert að fara tapa mörgum leikjum í DHL-höllinni, þó að það hafi gerst í tvígang að undanförnu. „Við ætlum okkur deildarameistaratitilinn en það hefur reynst okkur gríðarlega vel undanfarin ár, að eiga alltaf oddaleikina hér á heimavelli.“ KR-Snæfell 108-74 (31-21, 27-19, 22-14, 28-20) KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Cedrick Taylor Bowen 18/10 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/6 fráköst, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/13 fráköst/14 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 8, Snorri Hrafnkelsson 4/4 fráköst/4 varin skot, Benedikt Lárusson 2, Karvel Ágúst Schram 2, Sigvaldi Eggertsson 2.Snæfell: Sefton Barrett 20/13 fráköst/5 stolnir/4 varin skot, Andrée Fares Michelsson 15, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 9, Snjólfur Björnsson 7, Árni Elmar Hrafnsson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 5, Maciej Klimaszewski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira