Hrafnhildur og Bryndís báðar í undanúrslit | Svona gekk þetta fyrir sig á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 13:24 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton/Ernir Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig. Sund Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig.
Sund Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira