Þetta eru ekki risar, don Kíkóti Björn Teitsson skrifar 8. desember 2016 09:36 Aldrei í sögu Reykjavikur hefur verið fleira fólk á ferli við Laugaveg, helstu verslunar-og veitingahúsagötu Reykjavíkur, en einmitt nú. Það er staðreynd. Þar eiga erlendir ferðamenn auðvitað drjúgan hlut að máli. Þessir sömu ferðamenn, eða ferðafólk öllu heldur, mynduðu ákveðinn björgunarhring okkar Íslendinga í efnahagsþrengingum. Um þá staðreynd ríkir væntanlega almenn sátt. Ferðafólk er ekki eina fólkið sem nýtur lífsgæða Laugavegar. Eða gerir tilraun til þess. Það gerir einnig fólk sem býr í nágrenni við götuna, fólk sem býr í Reykjavík, fólk sem býr á Íslandi. Eins og staðan er í dag, er erfitt fyrir fólk að komast fyrir á gangstéttum Laugavegar. Það er einfaldlega ekki pláss vegna fólksfjölda á afar takmörkuðu rými. Engan skyldi undra. Laugavegur er eina verslunar-og veitingahúsagatan á Norðurlöndum þar sem bílaumferð er enn leyfð, borin saman við sambærilegar götur i höfuðborgum á borð við Osló, Kaupmannahöfn eða Stokkhólm. Í Reykjavík er lokað á fólk. Það kann ef til vill að hljóma ótrúlega, en í upphafi 7. áratugar síðustu aldar var heimilt að aka bílum um Strikið í Kaupmannahöfn. Allt til upphafs 10. áratugar síðustu aldar var heimilt að aka Karl-Johans gate í Ósló. Það þarf vart að taka fram fyrir þá Íslendinga, sem teljast í tugum þúsunda, sem hafa gengið þessar götur á undanförnum áratugum, að það er ekki séns í helvíti að hægt væri að koma fyrir bílum… hvað þá bílaumferð, á þessum götum í dag. Þær eru einfaldlega yfirfullar af fólki, rétt eins og Laugavegur. En! Stöldrum við. Munum að eitt sinn var heimilt að aka bílum um þessar götur. Voru deilur um þær breytingar, sem þurftu að eiga sér stað til að opna göturnar fyrir gangandi og hjólandi? Vissulega. Efast einhver manneskja um þá gæfuríku ákvörðun að opna fyrir fólk, og loka fyrir bíla, í dag? Nei. Ekki sála. Don Kíkóti óttaðist ekkert meir en „Risana“ með „tveggja mílna faðminn.“ Það var á 16. öld (ég vildi í alvöru að ég þyrfti ekki að leggjast svona lágt/langt). Jafnvel þá var Sansjó Pansa honum við hlið, bendandi á vitleysuna. Firruna. Því þetta voru ekki risar. Þetta voru vindmyllur. Og við þær er ekki hægt að berjast. Um þær mætti jafnvel segja, að þær hafi verið (að minnsta kosti á 16. öld) tákn um vísindalega byltingu. Um nýjan hugsunarhátt. Um nýja tíma. Elsku Miðbæjarfélag (áður titlað Félag kaupmanna og fasteignaeiganda við Laugaveg). Ég nenni þessu ekki lengur. Ég nenni ekki að vera Sansjó Pansa. Ég hef farið yfir þetta áður. Þið getið kennt öllum heiminum um. Hvaða vindmyllum sem er. Svona eins og þessar þrjár vídjóleigur sem eftir eru á Íslandi færu að kenna Netflix um sínar ófarir. En þótt vídjóleigurnar eru vissulega dauðadæmdar (að mestu, held samt með ykkur!) þá eruð þið það ekki. Vakniði! Nýtið ykkur mannfjöldann í miðbænum. Það hefur aldrei verið fleira fólk í bænum. Væri meira pláss fyrir fólk, gæti því jafnvel fjölgað enn meir. Á listanum yfir félaga ykkar sé ég fyrirtæki á borð við Sandholt. Bakarí þar sem 90 prósent viðskiptavina telst til ferðafólks, sem er fótgangandi. Hin 10 prósentin eru væntanlega gestir og gangandi Reykvíkingar. Eitt sinn var ég einn þeirra. En vitið þið, eftir að Brauð & Co opnaði, sem er fyrirtæki sem tekur jákvæða afstöðu MEÐ fólki, en EKKI með bílum, þá kýs ég að versla frekar þar. Sorrí. En, ykkur að segja, þá eru vörur ykkar ekki síðri (ég er, alls alls alls ekki eini viðskiptavinurinn sem þið hafið misst með þessari óskiljanlegu afstöðu). Ég get haldið áfram. Brynja! Elsku Brynja. Ætti ég bíl, þá myndi ég svíkja þig. Ég myndi þá hiklaust aka í næstu Húsasmiðju eða BYKO, nýta mér skárra verð og vöruúrval. Það sem ég hef ávallt elskað við þig er nálægðin. Að ég geti verslað hjá þér ÁN ÞESS að þurfa að fara í bíl. Það sama á við um ALLA þína viðskiptavini. Væru þeir á bíl, færu þeir annað. Því ekki að standa með fólkinu sem langar virkilega að versla við þig? Mig myndi gjarnan langa það, í öllu falli. Hér eru ónefnd atriði sem Miðbæjarfélagið gæti nýtt sér. Þar á meðal má minnast á markaðsráðgjöf frá 21. öld eða markaðstækifæri sem felast í notkun veraldarvefsins og þá ekki síst samfélagsmiðla. Athugið, pláss við Laugaveg veitir ykkur forskot, en alls ekki áskrift að velgengni um alla tíð. Fyrst og fremst væru meðmælin að standa með fólki, umfram ökutæki. Það er svo margt fólk sem þráir að elska ykkur. Stunda viðskipti við ykkur. Leyfið börnunum að koma til ykkar. Hvað varðar bílaaðgengi að miðbænum þá er ég alveg kominn með upp í kok af því að vera Sansjó. Í guðanna bænum. Það eru ALLTAF laus stæði í miðbænum og meðalvegalengd frá bílastæðahúsi í þá verslun sem þið þurfið að komast í er sjaldan, ef nokkurn tímann, lengri en frá random bílastæði í Kringlunni og að Tiger í þeirri ágætu verslunarmiðstöð. Laus bílastæði má sjá, alltaf, í rauntíma, á heimasíðu bílastæðasjóðs. Hún er meira að segja snjallsímavæn: Yfirlit yfir laus stæði í bílahúsumMiðbæjarfélag. Hættið að berjast við vindmyllur. Það var jafn mikið aðhlátursefni á 16. öld og það er í dag. Standið með fólki, ekki bílum. Með vinsemd og fullri virðingu. Þið græðið að lokum.Höfundur er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Tengdar fréttir Borgin lokar á bílaumferð í völdum götum á aðventunni Valdar götur verða göngugötur frá klukkan 13 á laugardegi til klukkan 8 á mánudagsmorgni. 1. desember 2016 19:38 Mótmæla fyrirhuguðum lokunum í miðbænum Miðbæjarfélagið, hagsmunafélag atvinnurekenda og eigenda atvinnuhúsnæðis mótmælir fyrirhuguðum lokunum á neðri hluta Skólavörðustígs og Laugavegar á aðventunni. 7. desember 2016 17:58 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei í sögu Reykjavikur hefur verið fleira fólk á ferli við Laugaveg, helstu verslunar-og veitingahúsagötu Reykjavíkur, en einmitt nú. Það er staðreynd. Þar eiga erlendir ferðamenn auðvitað drjúgan hlut að máli. Þessir sömu ferðamenn, eða ferðafólk öllu heldur, mynduðu ákveðinn björgunarhring okkar Íslendinga í efnahagsþrengingum. Um þá staðreynd ríkir væntanlega almenn sátt. Ferðafólk er ekki eina fólkið sem nýtur lífsgæða Laugavegar. Eða gerir tilraun til þess. Það gerir einnig fólk sem býr í nágrenni við götuna, fólk sem býr í Reykjavík, fólk sem býr á Íslandi. Eins og staðan er í dag, er erfitt fyrir fólk að komast fyrir á gangstéttum Laugavegar. Það er einfaldlega ekki pláss vegna fólksfjölda á afar takmörkuðu rými. Engan skyldi undra. Laugavegur er eina verslunar-og veitingahúsagatan á Norðurlöndum þar sem bílaumferð er enn leyfð, borin saman við sambærilegar götur i höfuðborgum á borð við Osló, Kaupmannahöfn eða Stokkhólm. Í Reykjavík er lokað á fólk. Það kann ef til vill að hljóma ótrúlega, en í upphafi 7. áratugar síðustu aldar var heimilt að aka bílum um Strikið í Kaupmannahöfn. Allt til upphafs 10. áratugar síðustu aldar var heimilt að aka Karl-Johans gate í Ósló. Það þarf vart að taka fram fyrir þá Íslendinga, sem teljast í tugum þúsunda, sem hafa gengið þessar götur á undanförnum áratugum, að það er ekki séns í helvíti að hægt væri að koma fyrir bílum… hvað þá bílaumferð, á þessum götum í dag. Þær eru einfaldlega yfirfullar af fólki, rétt eins og Laugavegur. En! Stöldrum við. Munum að eitt sinn var heimilt að aka bílum um þessar götur. Voru deilur um þær breytingar, sem þurftu að eiga sér stað til að opna göturnar fyrir gangandi og hjólandi? Vissulega. Efast einhver manneskja um þá gæfuríku ákvörðun að opna fyrir fólk, og loka fyrir bíla, í dag? Nei. Ekki sála. Don Kíkóti óttaðist ekkert meir en „Risana“ með „tveggja mílna faðminn.“ Það var á 16. öld (ég vildi í alvöru að ég þyrfti ekki að leggjast svona lágt/langt). Jafnvel þá var Sansjó Pansa honum við hlið, bendandi á vitleysuna. Firruna. Því þetta voru ekki risar. Þetta voru vindmyllur. Og við þær er ekki hægt að berjast. Um þær mætti jafnvel segja, að þær hafi verið (að minnsta kosti á 16. öld) tákn um vísindalega byltingu. Um nýjan hugsunarhátt. Um nýja tíma. Elsku Miðbæjarfélag (áður titlað Félag kaupmanna og fasteignaeiganda við Laugaveg). Ég nenni þessu ekki lengur. Ég nenni ekki að vera Sansjó Pansa. Ég hef farið yfir þetta áður. Þið getið kennt öllum heiminum um. Hvaða vindmyllum sem er. Svona eins og þessar þrjár vídjóleigur sem eftir eru á Íslandi færu að kenna Netflix um sínar ófarir. En þótt vídjóleigurnar eru vissulega dauðadæmdar (að mestu, held samt með ykkur!) þá eruð þið það ekki. Vakniði! Nýtið ykkur mannfjöldann í miðbænum. Það hefur aldrei verið fleira fólk í bænum. Væri meira pláss fyrir fólk, gæti því jafnvel fjölgað enn meir. Á listanum yfir félaga ykkar sé ég fyrirtæki á borð við Sandholt. Bakarí þar sem 90 prósent viðskiptavina telst til ferðafólks, sem er fótgangandi. Hin 10 prósentin eru væntanlega gestir og gangandi Reykvíkingar. Eitt sinn var ég einn þeirra. En vitið þið, eftir að Brauð & Co opnaði, sem er fyrirtæki sem tekur jákvæða afstöðu MEÐ fólki, en EKKI með bílum, þá kýs ég að versla frekar þar. Sorrí. En, ykkur að segja, þá eru vörur ykkar ekki síðri (ég er, alls alls alls ekki eini viðskiptavinurinn sem þið hafið misst með þessari óskiljanlegu afstöðu). Ég get haldið áfram. Brynja! Elsku Brynja. Ætti ég bíl, þá myndi ég svíkja þig. Ég myndi þá hiklaust aka í næstu Húsasmiðju eða BYKO, nýta mér skárra verð og vöruúrval. Það sem ég hef ávallt elskað við þig er nálægðin. Að ég geti verslað hjá þér ÁN ÞESS að þurfa að fara í bíl. Það sama á við um ALLA þína viðskiptavini. Væru þeir á bíl, færu þeir annað. Því ekki að standa með fólkinu sem langar virkilega að versla við þig? Mig myndi gjarnan langa það, í öllu falli. Hér eru ónefnd atriði sem Miðbæjarfélagið gæti nýtt sér. Þar á meðal má minnast á markaðsráðgjöf frá 21. öld eða markaðstækifæri sem felast í notkun veraldarvefsins og þá ekki síst samfélagsmiðla. Athugið, pláss við Laugaveg veitir ykkur forskot, en alls ekki áskrift að velgengni um alla tíð. Fyrst og fremst væru meðmælin að standa með fólki, umfram ökutæki. Það er svo margt fólk sem þráir að elska ykkur. Stunda viðskipti við ykkur. Leyfið börnunum að koma til ykkar. Hvað varðar bílaaðgengi að miðbænum þá er ég alveg kominn með upp í kok af því að vera Sansjó. Í guðanna bænum. Það eru ALLTAF laus stæði í miðbænum og meðalvegalengd frá bílastæðahúsi í þá verslun sem þið þurfið að komast í er sjaldan, ef nokkurn tímann, lengri en frá random bílastæði í Kringlunni og að Tiger í þeirri ágætu verslunarmiðstöð. Laus bílastæði má sjá, alltaf, í rauntíma, á heimasíðu bílastæðasjóðs. Hún er meira að segja snjallsímavæn: Yfirlit yfir laus stæði í bílahúsumMiðbæjarfélag. Hættið að berjast við vindmyllur. Það var jafn mikið aðhlátursefni á 16. öld og það er í dag. Standið með fólki, ekki bílum. Með vinsemd og fullri virðingu. Þið græðið að lokum.Höfundur er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl
Borgin lokar á bílaumferð í völdum götum á aðventunni Valdar götur verða göngugötur frá klukkan 13 á laugardegi til klukkan 8 á mánudagsmorgni. 1. desember 2016 19:38
Mótmæla fyrirhuguðum lokunum í miðbænum Miðbæjarfélagið, hagsmunafélag atvinnurekenda og eigenda atvinnuhúsnæðis mótmælir fyrirhuguðum lokunum á neðri hluta Skólavörðustígs og Laugavegar á aðventunni. 7. desember 2016 17:58
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun