Körfubolti

Haukur fékk ekkert frá dómurum í lokin í svekkjandi tapi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Daníel
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Rouen þurftu að sætta sig við svekkjandi eins stigs tap á heimavelli á móti Fos-Sur-Mer, 76-77, í frönsku b-deildinni í körfubolta í kvöld.

Haukur Helgi átti mjög glottan leik en var stigahæstur, stoðsendingahæstur og með hæsta framlagið í sínu liði.

Það var brotið á Hauki á lokasekúndunum en dómarinn gleypti flautuna og dæmdi ekkert. Leiktíminn rann út og liðsmenn Fos-Sur-Mer fögnuðu sigri.

Rouen virtist vera að landa sigri, sex stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir, 76-70. Tvær þriggja stiga körfur jöfnuðu leikinn og sigurstigð kom af vítalínunni eftir að Haukur Helgi hafði fengið á sig villu.

Haukur Helgi Pálsson var með 15 stig, 8 stoðsendingar, 4 fráköst og 6 fiskaðar villur í leiknum. Hann nýtti öll átta vítin sín en bara 3 af 12 skotum utan af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×