Ríkið enn stórskuldugt þrátt fyrir stórbætta stöðu ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 20:24 Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“ Alþingi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“
Alþingi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira