Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 15:30 Þó svo Cyborg hafi verið veikburða þá gat hún fagnað sigri í annarri lotu. Hún hafði þó ekki orku í viðtöl. vísir/getty Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“ MMA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“
MMA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira