Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgir Olgeirsson skrifar 5. desember 2016 11:15 Formenn flokkanna á fundi í stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm. Formenn þingflokkanna mættu til fundar í stjórnarráðinu klukkan 11 í dag. Á fundinum verða störf þingsins sem er fram undan rædd en Alþingi verður kallað saman á morgun klukkan hálft tvö þar sem fjárlagafrumvarpið verður tekið fyrir. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi forsætisráðherra, sem boðaði formenn flokkanna á fundinn. Þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk inn á fund sagði hann við fjölmiðla að hann hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við Viðreisn að hann vildi aftur láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það eru Píratar sem hafa formlegt umboð til myndun ríkisstjórnarinnar en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, umboðið á Bessastöðum síðastliðinn föstudag. Píratar hafa lagt á ráðin yfir helgina og hittist þingflokkur þeirra á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10 í morgun til að fara yfir ríkisfjármálin. Birgitta mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagðist vera með efnivið í frábæra ríkisstjórn. Þegar hún gekk inn á fund í stjórnarráðinu á áðan sagðist hún vilja nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs um launahækkun æðstu embættismanna landsins.Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla í stjórnarráðinu.Vísir/Vilhelm Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta ekki boðað formenn hinna flokkanna formlega til fundar Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem nú er með umboðið til að mynda nýja ríkisstjórn hefur ekki boðað formenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til formlegs fundar við sig á morgun. 4. desember 2016 21:30 Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“ Viðræður um fimm flokka ríkisstjórn hefjast í dag. 5. desember 2016 09:08 Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Formenn þingflokkanna mættu til fundar í stjórnarráðinu klukkan 11 í dag. Á fundinum verða störf þingsins sem er fram undan rædd en Alþingi verður kallað saman á morgun klukkan hálft tvö þar sem fjárlagafrumvarpið verður tekið fyrir. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi forsætisráðherra, sem boðaði formenn flokkanna á fundinn. Þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk inn á fund sagði hann við fjölmiðla að hann hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við Viðreisn að hann vildi aftur láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það eru Píratar sem hafa formlegt umboð til myndun ríkisstjórnarinnar en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, umboðið á Bessastöðum síðastliðinn föstudag. Píratar hafa lagt á ráðin yfir helgina og hittist þingflokkur þeirra á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10 í morgun til að fara yfir ríkisfjármálin. Birgitta mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagðist vera með efnivið í frábæra ríkisstjórn. Þegar hún gekk inn á fund í stjórnarráðinu á áðan sagðist hún vilja nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs um launahækkun æðstu embættismanna landsins.Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla í stjórnarráðinu.Vísir/Vilhelm
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta ekki boðað formenn hinna flokkanna formlega til fundar Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem nú er með umboðið til að mynda nýja ríkisstjórn hefur ekki boðað formenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til formlegs fundar við sig á morgun. 4. desember 2016 21:30 Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“ Viðræður um fimm flokka ríkisstjórn hefjast í dag. 5. desember 2016 09:08 Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Birgitta ekki boðað formenn hinna flokkanna formlega til fundar Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem nú er með umboðið til að mynda nýja ríkisstjórn hefur ekki boðað formenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til formlegs fundar við sig á morgun. 4. desember 2016 21:30
Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“ Viðræður um fimm flokka ríkisstjórn hefjast í dag. 5. desember 2016 09:08
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46