Umfjöllun og viðtöl. Þór Ak. - Tindastóll 81-93 | Frábær lokasprettur kláraði Stólanna Ólafur Haukur Tómasson í Höllinni á Akureyri skrifar 4. desember 2016 18:45 Antonio Hester hefur komið vel inn í lið Tindastóls. vísir/anton Tindastóll féll úr leik í Maltbikar karla í körfubolta í dag eftir 81-93 tap gegn Þór Akureyri á Akureyri í dag. Það var norðlenskur slagur í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar Þór Akureyri og Tindastóll mættust við troðfulla höll og í mikilli stemmingu þar sem fjölmargir stuðningsmenn beggja liða mættu. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi og hvorugu liðinu tókst að hrista hitt af sér þó svo þau hefðu bæði fengið tækifæri á að gera það. Leikurinn var hraður og bæði lið sóttu frekar hratt, jafnvel of hratt því bæði lið voru að klúðra mörgum fínum skotum í leiknum. Þegar flautað var til hálfleiks leiddu Tindastóll með tveimur sex stigum, 44-50 en af þessum fimmtíu stigum Tindastóls voru þeir Antonio Hester og Christopher Caird með 42 stig samanlagt og Darrel Lewis var með fjórtán stig fyrir Þór. Heimamenn í Þór mættu öflugri til seinni hálfleiks og tóku stjórnina í leiknum af Tindastól. Þeir náðu að jafna metin aftur í þriðja leikhluta og voru eftir það alltaf skrefinu á undan. Í fjórða leikhlutanum sigldu heimamenn fram úr og unnu tólf stiga sigur, 93-81 og fara Akureyringarnir í átta liða úrslit Maltbikarsins.Af hverju vann Þór Akureyri? Darrel Lewis var frábær í leiknum gegn sínum gömlu liðsfélögum og var allt í öllu hjá þeim. Sóknarleikur þeirra var fínn en varnarleikurinn stóð upp úr og sigldi þessum sigri hjá þeim. Þeir náðu að halda niðri flestum af sterkari mönnum Stólana og fundu ágætis svar við þeim Hester og Caird í seinni hálfleiknum. Liðsheildin sem Þór sýndi í dag var mjög góð.Bestu menn vallarins: Hjá heimamönnum fór hann Darrel Lewis fremstur í flokki með 31 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Hann spilaði mjög góða vörn en var svo allt í öllu í sóknarleik þeirra. Hjá Stólunum báru tveir leikmenn af Christopher Caird skoraði 27 stig og átti sjö fráköst en Antonio Hester skoraði 32 stig, átti ellefu fráköst og tvö varin skot.Tölfræði sem vakti athygli Bæði lið voru að skjóta lengi vel frekar illa en 37% skotnýting Tindastóls svíður svolítið í augun. Bæði lið fráköstuðu ágætlega en Þór bar af þegar kom að vörðum skotum en þeir áttu ellefu slík og stoðsendingum en Stólarnir stálu helmingi fleiri boltum en heimamenn.Hvað gekk illa? Tindastóll þurfti nauðsynlega á því að fá meira út úr öðrum lykilmönnum sínum í dag. Þeir Pétur Rúnar, Hafþór Björgvin og Helgi Valur sem gætu hæglega talist sem lykilmenn liðsins áttu ekki nógu góðan leik og fundu sig illa á báðum helmingum vallarins.Þór Ak.-Tindastóll 93-81 (23-20, 21-30, 26-21, 23-10)Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, George Beamon 21/10 fráköst, Danero Thomas 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 4/6 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 4/8 fráköst/6 varin skot, Sindri Davíðsson 3.Tindastóll: Antonio Hester 32/11 fráköst, Cristopher Caird 27/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 6/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Hannes Ingi Másson 3. Benedikt: Vörnin skilaði þessu á endanum„Ég er hrikalega sáttur. Mér fannst baráttan og viljinn í þessu liði til fyrirmyndar og ég er mjög ánægður með drengina og þeirra vinnuframlag í dag,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri eftir sigur sinna manna gegn Tindastól í kvöld. Varnarleikur Þórs var mjög góður mest allan leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar fyrri hálfleikur var búinn þá höfðu þeir Antonio Hester og Christopher Caird skorað 42 af 50 mörkum Tindastóls á þeim tíma og augljóst hvað þurfti að bæta hjá Þór í seinni hálfleik. Benedikt var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í vörninni. „Það sem skilar þessu er vörnin á endanum. Við réðum fyrst ekkert við Antonio Hester og Christopher Caird í fyrri hálfleiknum. Við vissum að Hester yrði erfiðum og að við þyrftum að ná að stöðva Caird í seinni háflleik og það hafi tekist nægilega mikið, hann var í stuði og var okkur nægilega erfiður. Við höldum þeim í 31 stigi í seinni hálfleik sem var lykillinn að þessu,“ Þórsarar hafa verið á ágætis skriði í deildinni og uppskáru góðan sigur gegn mjög sterkur liði í kvöld og er Benedikt ánægður með það en segist vilja sjá meira frá sínum mönnum. „Maður vill alltaf meira og aðeins betra og út á það gengur mitt starf. Ég get lítið kvartað og þetta hefur gengið þokkalega hjá okkur. Við verðum að halda áfram á sömu braut, það þýðir ekkert að vera of sáttur með sig og halda að við séum orðnir einhverjir ógurlegir spaðar, við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur,“ „Við skulum sjá. Við tökum eina umferð í einu,“ bætti Benedikt við þegar hann var spurður af því hve langt hann héldi að hann gæti farið með lið sitt í Maltbikarnum þetta árið. Martin Israel: Þurfum að fá meira frá öllum„Við náðum ekki flæðinu í okkar leik. Við sendum boltann ekki nógu vel í sókninni og komum okkur alltof oft í maður á mann stöður og varnarlega þá var maður á mann vörnin okkar ekki nægilega góð heldur. Við verðum að laga þetta. Þetta var bikarleikur, bara einn leikur og allt getur gerst,“ sagði Martin Israel, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Þórsarar spiluðu sterka vörn á Tindastól og var Israel ánægður með spilamennsku sinna manna í sókninni og taldi þá þurfa að gera betur til að brjóta þá niður og taldi sína menn ekki skila nógu miklu í vörninni heldur. „Þeir eru með gott lið en eru stundum ekki mikið með boltann í höndunum svo þeir sýndu að þeir voru bara þéttari en við í dag. Þeir eru ekki vanalega mjög ákafir og þeir hleypa okkur nálægt en við náðum ekki að spila nóg í gegnum þá, við reyndum alltof mikið að mæta þeim maður á mann. Þeir skora 93 stig á okkur og það er eitthvað sem við verðum að laga,“ Antonio Hester og Christopher Caird báru af í liði Tindastóls í dag og skoruðu 59 af 81 stigi Tindastóls. Aðrir sterkir leikmenn liðsins voru ekki að ná sér almennilega á strik og segist Israel ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Við spilum alltaf eins og lið og stundum spilar Hester vel, stundum er það Pétur og stundum Helgi og svo framvegis. Við þurftum meira frá öllum í liðinu gegn svona góðum liðum,“ sagði Isreal. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Tindastóll féll úr leik í Maltbikar karla í körfubolta í dag eftir 81-93 tap gegn Þór Akureyri á Akureyri í dag. Það var norðlenskur slagur í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar Þór Akureyri og Tindastóll mættust við troðfulla höll og í mikilli stemmingu þar sem fjölmargir stuðningsmenn beggja liða mættu. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi og hvorugu liðinu tókst að hrista hitt af sér þó svo þau hefðu bæði fengið tækifæri á að gera það. Leikurinn var hraður og bæði lið sóttu frekar hratt, jafnvel of hratt því bæði lið voru að klúðra mörgum fínum skotum í leiknum. Þegar flautað var til hálfleiks leiddu Tindastóll með tveimur sex stigum, 44-50 en af þessum fimmtíu stigum Tindastóls voru þeir Antonio Hester og Christopher Caird með 42 stig samanlagt og Darrel Lewis var með fjórtán stig fyrir Þór. Heimamenn í Þór mættu öflugri til seinni hálfleiks og tóku stjórnina í leiknum af Tindastól. Þeir náðu að jafna metin aftur í þriðja leikhluta og voru eftir það alltaf skrefinu á undan. Í fjórða leikhlutanum sigldu heimamenn fram úr og unnu tólf stiga sigur, 93-81 og fara Akureyringarnir í átta liða úrslit Maltbikarsins.Af hverju vann Þór Akureyri? Darrel Lewis var frábær í leiknum gegn sínum gömlu liðsfélögum og var allt í öllu hjá þeim. Sóknarleikur þeirra var fínn en varnarleikurinn stóð upp úr og sigldi þessum sigri hjá þeim. Þeir náðu að halda niðri flestum af sterkari mönnum Stólana og fundu ágætis svar við þeim Hester og Caird í seinni hálfleiknum. Liðsheildin sem Þór sýndi í dag var mjög góð.Bestu menn vallarins: Hjá heimamönnum fór hann Darrel Lewis fremstur í flokki með 31 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Hann spilaði mjög góða vörn en var svo allt í öllu í sóknarleik þeirra. Hjá Stólunum báru tveir leikmenn af Christopher Caird skoraði 27 stig og átti sjö fráköst en Antonio Hester skoraði 32 stig, átti ellefu fráköst og tvö varin skot.Tölfræði sem vakti athygli Bæði lið voru að skjóta lengi vel frekar illa en 37% skotnýting Tindastóls svíður svolítið í augun. Bæði lið fráköstuðu ágætlega en Þór bar af þegar kom að vörðum skotum en þeir áttu ellefu slík og stoðsendingum en Stólarnir stálu helmingi fleiri boltum en heimamenn.Hvað gekk illa? Tindastóll þurfti nauðsynlega á því að fá meira út úr öðrum lykilmönnum sínum í dag. Þeir Pétur Rúnar, Hafþór Björgvin og Helgi Valur sem gætu hæglega talist sem lykilmenn liðsins áttu ekki nógu góðan leik og fundu sig illa á báðum helmingum vallarins.Þór Ak.-Tindastóll 93-81 (23-20, 21-30, 26-21, 23-10)Þór Ak.: Darrel Keith Lewis 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, George Beamon 21/10 fráköst, Danero Thomas 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 4/6 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 4/8 fráköst/6 varin skot, Sindri Davíðsson 3.Tindastóll: Antonio Hester 32/11 fráköst, Cristopher Caird 27/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 6/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Hannes Ingi Másson 3. Benedikt: Vörnin skilaði þessu á endanum„Ég er hrikalega sáttur. Mér fannst baráttan og viljinn í þessu liði til fyrirmyndar og ég er mjög ánægður með drengina og þeirra vinnuframlag í dag,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri eftir sigur sinna manna gegn Tindastól í kvöld. Varnarleikur Þórs var mjög góður mest allan leikinn og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar fyrri hálfleikur var búinn þá höfðu þeir Antonio Hester og Christopher Caird skorað 42 af 50 mörkum Tindastóls á þeim tíma og augljóst hvað þurfti að bæta hjá Þór í seinni hálfleik. Benedikt var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í vörninni. „Það sem skilar þessu er vörnin á endanum. Við réðum fyrst ekkert við Antonio Hester og Christopher Caird í fyrri hálfleiknum. Við vissum að Hester yrði erfiðum og að við þyrftum að ná að stöðva Caird í seinni háflleik og það hafi tekist nægilega mikið, hann var í stuði og var okkur nægilega erfiður. Við höldum þeim í 31 stigi í seinni hálfleik sem var lykillinn að þessu,“ Þórsarar hafa verið á ágætis skriði í deildinni og uppskáru góðan sigur gegn mjög sterkur liði í kvöld og er Benedikt ánægður með það en segist vilja sjá meira frá sínum mönnum. „Maður vill alltaf meira og aðeins betra og út á það gengur mitt starf. Ég get lítið kvartað og þetta hefur gengið þokkalega hjá okkur. Við verðum að halda áfram á sömu braut, það þýðir ekkert að vera of sáttur með sig og halda að við séum orðnir einhverjir ógurlegir spaðar, við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur,“ „Við skulum sjá. Við tökum eina umferð í einu,“ bætti Benedikt við þegar hann var spurður af því hve langt hann héldi að hann gæti farið með lið sitt í Maltbikarnum þetta árið. Martin Israel: Þurfum að fá meira frá öllum„Við náðum ekki flæðinu í okkar leik. Við sendum boltann ekki nógu vel í sókninni og komum okkur alltof oft í maður á mann stöður og varnarlega þá var maður á mann vörnin okkar ekki nægilega góð heldur. Við verðum að laga þetta. Þetta var bikarleikur, bara einn leikur og allt getur gerst,“ sagði Martin Israel, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Þórsarar spiluðu sterka vörn á Tindastól og var Israel ánægður með spilamennsku sinna manna í sókninni og taldi þá þurfa að gera betur til að brjóta þá niður og taldi sína menn ekki skila nógu miklu í vörninni heldur. „Þeir eru með gott lið en eru stundum ekki mikið með boltann í höndunum svo þeir sýndu að þeir voru bara þéttari en við í dag. Þeir eru ekki vanalega mjög ákafir og þeir hleypa okkur nálægt en við náðum ekki að spila nóg í gegnum þá, við reyndum alltof mikið að mæta þeim maður á mann. Þeir skora 93 stig á okkur og það er eitthvað sem við verðum að laga,“ Antonio Hester og Christopher Caird báru af í liði Tindastóls í dag og skoruðu 59 af 81 stigi Tindastóls. Aðrir sterkir leikmenn liðsins voru ekki að ná sér almennilega á strik og segist Israel ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Við spilum alltaf eins og lið og stundum spilar Hester vel, stundum er það Pétur og stundum Helgi og svo framvegis. Við þurftum meira frá öllum í liðinu gegn svona góðum liðum,“ sagði Isreal.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira