Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2016 20:30 Nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð eru nú í smíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, að sögn Birgis Jóhannessonar, smiðs hjá Hótel Arnarstapa, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Vélarhljóðin óma þessa dagana á Arnarstapa og þar er unnið rösklega því allt á að vera tilbúið innan fimm mánaða, fyrir lok aprílmánaðar. Ferðaþjónustan Snjófell er að bæta aðstöðuna, með stórri þjónustumiðstöð með veitinga- og minjagripasölu en einnig salernum sem sárlega vantar þarna fyrir ferðamenn.Horft til norðvesturs, í átt til Stapafells og Jökuls. Nýju byggingarnar rísa gegnt núverandi þjónustumiðstöð Snjófells.Grafík/Hótel Arnarstapi.Nýja hótelið verður í nokkrum smáhýsum með alls 36 herbergjum og virðist falla vel að umhverfinu, miðað við grafískar myndir. Meðan við stöldruðum þarna við sáum við nokkrar rútur og slatta af bílaleigubílum þannig að það virðast vera næg verkefni að sinna ferðamönnum. „Hérna getum við farið að vera með opið allt árið. Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því,“ segir Birgir.Horft til suðvesturs, í átt til Hellnahrauns. Veitingaskálinn og þjónustumiðstöðin verða í stærsta húsinu vinstra megin en hótelið í lágreistu byggingunum hægra megin.Grafík/Hótel Arnarstapi.Það er mögnuð náttúran sem helst dregur ferðamenn á utanvert Snæfellsnes. Jafnvel núna um hávetur er hún sterkt aðdráttarafl. Þarna er það sjálfur jökullinn, en einnig brimið og björgin, fuglalífið og svo gægjast selir upp úr sjónum. Og vafalaust er mannlífið einnig forvitnilegt. Birgir segir að þótt komið sé inn í skammdegi streymi ferðamenn enn út á nes. „Á húsbílum líka og sofa úti. Hér var allt á kafi í snjó um daginn og húsbílar fastir hérna um allt,“ segir smiðurinn hjá Hótel Arnarstapa.Þarna ætla menn að gera út á norðurljósin á veturna, miðað við þessa grafísku mynd, sem sýnir veitingaskálann uppljómaðan.Grafík/Hótel Arnarstapi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð eru nú í smíðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, að sögn Birgis Jóhannessonar, smiðs hjá Hótel Arnarstapa, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Vélarhljóðin óma þessa dagana á Arnarstapa og þar er unnið rösklega því allt á að vera tilbúið innan fimm mánaða, fyrir lok aprílmánaðar. Ferðaþjónustan Snjófell er að bæta aðstöðuna, með stórri þjónustumiðstöð með veitinga- og minjagripasölu en einnig salernum sem sárlega vantar þarna fyrir ferðamenn.Horft til norðvesturs, í átt til Stapafells og Jökuls. Nýju byggingarnar rísa gegnt núverandi þjónustumiðstöð Snjófells.Grafík/Hótel Arnarstapi.Nýja hótelið verður í nokkrum smáhýsum með alls 36 herbergjum og virðist falla vel að umhverfinu, miðað við grafískar myndir. Meðan við stöldruðum þarna við sáum við nokkrar rútur og slatta af bílaleigubílum þannig að það virðast vera næg verkefni að sinna ferðamönnum. „Hérna getum við farið að vera með opið allt árið. Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því,“ segir Birgir.Horft til suðvesturs, í átt til Hellnahrauns. Veitingaskálinn og þjónustumiðstöðin verða í stærsta húsinu vinstra megin en hótelið í lágreistu byggingunum hægra megin.Grafík/Hótel Arnarstapi.Það er mögnuð náttúran sem helst dregur ferðamenn á utanvert Snæfellsnes. Jafnvel núna um hávetur er hún sterkt aðdráttarafl. Þarna er það sjálfur jökullinn, en einnig brimið og björgin, fuglalífið og svo gægjast selir upp úr sjónum. Og vafalaust er mannlífið einnig forvitnilegt. Birgir segir að þótt komið sé inn í skammdegi streymi ferðamenn enn út á nes. „Á húsbílum líka og sofa úti. Hér var allt á kafi í snjó um daginn og húsbílar fastir hérna um allt,“ segir smiðurinn hjá Hótel Arnarstapa.Þarna ætla menn að gera út á norðurljósin á veturna, miðað við þessa grafísku mynd, sem sýnir veitingaskálann uppljómaðan.Grafík/Hótel Arnarstapi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira