Bannið vandræðaskatta í stjórnarskrá Helgi Tómasson skrifar 2. desember 2016 07:00 Á Íslandi er nýafstaðin kosningabarátta þar sem metnaðarfullir stjórnmálamenn kepptust um að skuldbinda ríkið til útgjalda. Það þurfa að vera skatttekjur á móti þessum útgjöldum og ber að reyna að afla þeirra tekna með sem skynsamlegustum hætti. Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar. Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja. Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun. Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025. Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna. Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.Hvatning til stjórnarskrársmiða Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir. Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er nýafstaðin kosningabarátta þar sem metnaðarfullir stjórnmálamenn kepptust um að skuldbinda ríkið til útgjalda. Það þurfa að vera skatttekjur á móti þessum útgjöldum og ber að reyna að afla þeirra tekna með sem skynsamlegustum hætti. Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar. Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja. Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun. Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025. Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna. Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.Hvatning til stjórnarskrársmiða Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir. Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun