Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grindavík 75-64 | Garðbæingar aftur á sigurbraut Kristinn Geir Friðriksson í Ásgarði skrifar 1. desember 2016 22:30 Hlynur Bæringsson átti frábæran leik. vísir/eyþór Tvö af efstu liðum Dominosdeildar karla áttust við í Ásgarði í kvöld þegar heimamenn úr Stjörnunni tóku á móti Grindavík. Búist var við hörkuleik og áhorfendur fengu hann svo sannarlega en kannski ekki eins spennandi eða vel leikinn eins og búist var við. Varnarbaráttan var í fyrirrúmi og lokatölur 75-64 fyrir heimamenn.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks og leiddi hann allan. Þrátt fyrir að hafa misst tökin á leiknum á nokkrum köflum náðu heimamenn að halda út gegn mjög baráttuglöðum Grindvíkingum, sem náðu oft að komast í seilingarfjarlægð en aldrei náðu þeir að komast almennilega aftur inní leikinn. Sigurinn var því í raun aldrei í mikilli hættu en Grindvíkingar hættu aldrei og því þurftu heimamenn ávallt að halda sér á tánum. Hjá Stjörnunni átti Hlynur Bæringsson frábæran leik, skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Justin Shouse skoraði 13, sem og Devon Austin. Tómas Tómasson var með 12 og Arnþór Guðmundsson 11. Hjá Grindavík skoraði Þorleifur Ólafsson 13, Lewis Clinch 12 og Ólafur Ólafsson 10, en liðið náði aldrei því sóknarflæði sem þurfti til að gera heimamönnum of erfitt fyrir. Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-Grindavík 75-64 (27-10, 13-24, 16-15, 19-15)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Justin Shouse 13/4 fráköst, Devon Andre Austin 13/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 12/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Marvin Valdimarsson 5, Ágúst Angantýsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0/7 fráköst.Grindavík: Þorleifur Ólafsson 13/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Lewis Clinch Jr. 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Þorsteinn Finnbogason 3, Hamid Dicko 1, Jens Valgeir Óskarsson 1/4 fráköst.Hrafn: Sáttur við „harðsóttan varnarsigur“ Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var temmilega sáttur eftir sigurinn og aðspurður um hvort varnarleikurinn sem liðið sýndi í upphafi leiksins hafi verið sérstök geðhreinsun eftir tvo erfiða tapleik sagði Hrafn: „Við viljum koma svona í alla leiki. Við þurftum að horfast í augu við vissa hluti sem við vorum búnir að sýna af okkur hingað til. Þetta er ekki stórkostleg krísa. Við erum engir kóngar þegar við vinnum og engir skíthælar þegar við töpum. Við höfum ekki verið að byrja leiki nægilega vel og heldur ekki að berjast fyrir okkar og það er soldið sárt. Ég er eiginlega ánægður að við höfum ekki haldið áfram í þessari flugeldasýningu sem við byrjuðum á og að þetta endaði bara sem harðsóttur varnarsigur,“ sagði Hrafn.Tómas Tómasson er einn besti varnarbakvörður deildarinnar! Þrátt fyrir að missa flugið í sókn hleyptu Stjörnumenn Grindavík aldrei of nálægt. „Við byrjuðum vel, gefum tíu stoðsendingar í fyrsta fjórðung en svo missum við niður flæðið og þeir fara að láta okkur hafa fyrir en við spiluðum frábæra vörn allan leikinn. Þeir eru að skjóta 28% í hálfleik en eru með 14 sóknarfráköstum. Við náðum ekki að klára varnirnar með fráköstum en svo gerðum við það í seinni hálfleik. Ég vil líka segja að það verður að fara gefa Tómasi Tómassyni sérstakt hrós fyrir að vera einn besti varnarbakvörður í deildinni. Hann var með Clinch í fjórum stigum eftir þrjá hluta og það sást vart á milli þeirra nema þegar Clinch losaði sig með fríu höndinni,“ sagði Hrafn.Tapaðir boltar: „Erum of æstir“ Tapaðir boltar hafa verið viðvarandi vandamál liðsins í vetur og liðið náði að laga þennan þátt í leik kvöldsins. „Töpuðu boltarnir okkar koma til af tvennu: Oft erum við svo ofboðslega æstir að finna félaga okkar að um leið og sést í lúkurnar á honum látum við bara boltann fara; erum of mikið að henda boltanum á fyrsta tempói og fyrsta sjéns. Svo stundum þegar það er saumað að okkur þá höllum við okkur í burtu og hættum að vera aggressívir og förum að vera hikandi. Við erum að reyna að taka á báðum hlutum,“ sagði Hrafn.Jóhann fer yfir málin með sínum mönnum.vísir/eyþórJóhann: Okkur ekki ætlað að vinna þennan leik Varnarleikur Grindavíkur var góður lunga leiks og Jóhann Ólafsson, þjálfari liðsins, var ánægður með þann þátt liðsins. „Við gerðum varnarlega mjög vel allan leikinn, nema í fyrsta hluta. Byrjuðum hræðilega og þar liggur hundurinn grafinn. Við vorum að elta allan tímann og þetta var erfitt. Mér leið þannig að okkur hafi aldrei verið ætlað að vinna þennan leik. Alltaf þegar við vorum að komast inní leikinn þá datt eitthvað fyrir þá sem gerði okkur erfitt fyrir. Ég get samt ekki verið annað en stoltur af mínu liði hérna í kvöld,“ sagði Jóhann.Sóknin aldrei í takti Sóknarleikur liðsins átti í miklu basli og náði aldrei að smella saman í það flæði sem hefur einkennt liðið síðustu leiki. Lewis Clinch, erlendur leikmaður liðsins, skoraði aðeins 4 stig fyrstu þrjá hlutana en hann hefur verið næstum óstöðvandi það sem af er vetri. „Við vorum stífir, engin spurning. Það verður ekkert tekið af Stjörnunni, sem gerði gerði mjög vel, sérstaklega í vörn. Við misstum einbeitinguna of oft; vorum oft komnir inní kerfi þegar einhver gleymdi sér, sem stoppar sóknarflæðið. Við hittum líka hræðilega, alveg sama hvar er litið niður, víti, skot fyrir utan og þriggja stiga, og Lewis [Clinch] var þar sjálfsagt fremstur í flokki,“ sagði Jóhann. „En það eiga allir dapra daga og það var þannig hjá honum í dag ... og fleirum, hann var ekkert einn með það. En eins og ég segi, okkur var ekkert ætlað að vinna þetta.“Hrafn var ánægður með varnarleik sinna manna.vísir/eyþór Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Tvö af efstu liðum Dominosdeildar karla áttust við í Ásgarði í kvöld þegar heimamenn úr Stjörnunni tóku á móti Grindavík. Búist var við hörkuleik og áhorfendur fengu hann svo sannarlega en kannski ekki eins spennandi eða vel leikinn eins og búist var við. Varnarbaráttan var í fyrirrúmi og lokatölur 75-64 fyrir heimamenn.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks og leiddi hann allan. Þrátt fyrir að hafa misst tökin á leiknum á nokkrum köflum náðu heimamenn að halda út gegn mjög baráttuglöðum Grindvíkingum, sem náðu oft að komast í seilingarfjarlægð en aldrei náðu þeir að komast almennilega aftur inní leikinn. Sigurinn var því í raun aldrei í mikilli hættu en Grindvíkingar hættu aldrei og því þurftu heimamenn ávallt að halda sér á tánum. Hjá Stjörnunni átti Hlynur Bæringsson frábæran leik, skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Justin Shouse skoraði 13, sem og Devon Austin. Tómas Tómasson var með 12 og Arnþór Guðmundsson 11. Hjá Grindavík skoraði Þorleifur Ólafsson 13, Lewis Clinch 12 og Ólafur Ólafsson 10, en liðið náði aldrei því sóknarflæði sem þurfti til að gera heimamönnum of erfitt fyrir. Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-Grindavík 75-64 (27-10, 13-24, 16-15, 19-15)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Justin Shouse 13/4 fráköst, Devon Andre Austin 13/13 fráköst/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 12/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Marvin Valdimarsson 5, Ágúst Angantýsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0/7 fráköst.Grindavík: Þorleifur Ólafsson 13/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Lewis Clinch Jr. 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Þorsteinn Finnbogason 3, Hamid Dicko 1, Jens Valgeir Óskarsson 1/4 fráköst.Hrafn: Sáttur við „harðsóttan varnarsigur“ Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var temmilega sáttur eftir sigurinn og aðspurður um hvort varnarleikurinn sem liðið sýndi í upphafi leiksins hafi verið sérstök geðhreinsun eftir tvo erfiða tapleik sagði Hrafn: „Við viljum koma svona í alla leiki. Við þurftum að horfast í augu við vissa hluti sem við vorum búnir að sýna af okkur hingað til. Þetta er ekki stórkostleg krísa. Við erum engir kóngar þegar við vinnum og engir skíthælar þegar við töpum. Við höfum ekki verið að byrja leiki nægilega vel og heldur ekki að berjast fyrir okkar og það er soldið sárt. Ég er eiginlega ánægður að við höfum ekki haldið áfram í þessari flugeldasýningu sem við byrjuðum á og að þetta endaði bara sem harðsóttur varnarsigur,“ sagði Hrafn.Tómas Tómasson er einn besti varnarbakvörður deildarinnar! Þrátt fyrir að missa flugið í sókn hleyptu Stjörnumenn Grindavík aldrei of nálægt. „Við byrjuðum vel, gefum tíu stoðsendingar í fyrsta fjórðung en svo missum við niður flæðið og þeir fara að láta okkur hafa fyrir en við spiluðum frábæra vörn allan leikinn. Þeir eru að skjóta 28% í hálfleik en eru með 14 sóknarfráköstum. Við náðum ekki að klára varnirnar með fráköstum en svo gerðum við það í seinni hálfleik. Ég vil líka segja að það verður að fara gefa Tómasi Tómassyni sérstakt hrós fyrir að vera einn besti varnarbakvörður í deildinni. Hann var með Clinch í fjórum stigum eftir þrjá hluta og það sást vart á milli þeirra nema þegar Clinch losaði sig með fríu höndinni,“ sagði Hrafn.Tapaðir boltar: „Erum of æstir“ Tapaðir boltar hafa verið viðvarandi vandamál liðsins í vetur og liðið náði að laga þennan þátt í leik kvöldsins. „Töpuðu boltarnir okkar koma til af tvennu: Oft erum við svo ofboðslega æstir að finna félaga okkar að um leið og sést í lúkurnar á honum látum við bara boltann fara; erum of mikið að henda boltanum á fyrsta tempói og fyrsta sjéns. Svo stundum þegar það er saumað að okkur þá höllum við okkur í burtu og hættum að vera aggressívir og förum að vera hikandi. Við erum að reyna að taka á báðum hlutum,“ sagði Hrafn.Jóhann fer yfir málin með sínum mönnum.vísir/eyþórJóhann: Okkur ekki ætlað að vinna þennan leik Varnarleikur Grindavíkur var góður lunga leiks og Jóhann Ólafsson, þjálfari liðsins, var ánægður með þann þátt liðsins. „Við gerðum varnarlega mjög vel allan leikinn, nema í fyrsta hluta. Byrjuðum hræðilega og þar liggur hundurinn grafinn. Við vorum að elta allan tímann og þetta var erfitt. Mér leið þannig að okkur hafi aldrei verið ætlað að vinna þennan leik. Alltaf þegar við vorum að komast inní leikinn þá datt eitthvað fyrir þá sem gerði okkur erfitt fyrir. Ég get samt ekki verið annað en stoltur af mínu liði hérna í kvöld,“ sagði Jóhann.Sóknin aldrei í takti Sóknarleikur liðsins átti í miklu basli og náði aldrei að smella saman í það flæði sem hefur einkennt liðið síðustu leiki. Lewis Clinch, erlendur leikmaður liðsins, skoraði aðeins 4 stig fyrstu þrjá hlutana en hann hefur verið næstum óstöðvandi það sem af er vetri. „Við vorum stífir, engin spurning. Það verður ekkert tekið af Stjörnunni, sem gerði gerði mjög vel, sérstaklega í vörn. Við misstum einbeitinguna of oft; vorum oft komnir inní kerfi þegar einhver gleymdi sér, sem stoppar sóknarflæðið. Við hittum líka hræðilega, alveg sama hvar er litið niður, víti, skot fyrir utan og þriggja stiga, og Lewis [Clinch] var þar sjálfsagt fremstur í flokki,“ sagði Jóhann. „En það eiga allir dapra daga og það var þannig hjá honum í dag ... og fleirum, hann var ekkert einn með það. En eins og ég segi, okkur var ekkert ætlað að vinna þetta.“Hrafn var ánægður með varnarleik sinna manna.vísir/eyþór
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira