Milljarðar í olíuleit á Drekanum Svavar Hávarðsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Olíurannsóknarskipið Oceanic Challenger á Reyðarfirði árið 2015 við upphaf rannsókna sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC leiðir. vísir/egill aðalsteinsson Fyrirtækin sem hafa leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu hafa þegar varið nær þremur milljörðum króna til rannsókna, að mati sérfræðings Orkustofnunar. Fyrir árslok liggja fyrir niðurstöður mælinga sem byggja á þeim tveimur rannsóknaleyfum sem í gildi eru og framhald rannsókna skýrist. Það er Skúli Thoroddsen, lögfræðingur hjá Orkustofnun, sem hefur reiknað út hver kostnaður fyrirtækjanna er þegar orðinn, og byggir hann útreikninga sína á ýmsum upplýsingum sem hann og Orkustofnun hafa viðað að sér og hafa aðgang að. Hafa ber í huga, segir Skúli, að vegna þess hversu fá fyrirtæki ráðast í olíuleit um þessar mundir sé kostnaðurinn aðeins brot af því sem áður var. „Þetta eru ekki tölur úr bókhaldi fyrirtækjanna svo því sé haldið til haga. Ég set þessar tölur fram svo menn átti sig á því hvað rannsóknirnar eru umfangsmiklar og dýrar,“ segir Skúli sem tók saman gögnin vegna hugmynda um riftun Íslands á núverandi leyfum, sem hann telur fullvíst að hefði í för með sér milljarða kostnað fyrir íslenska ríkið og því vart raunhæfur kostur. Eins og kunnugt er hafa fimm af sjö stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi lýst yfir efasemdum um frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og eru loftslagssjónarmið ástæða þess. Sjálfur er Skúli ekki sannfærður um þessi rök enda sé sá möguleiki fyrir hendi að olía eða gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola og þannig hjálpað til við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Eykon Energy, segir um vanmat að ræða hjá Skúla, en er ekki í aðstöðu til að segja hverju það nemur. Skúli Thoroddsen „En skiptingin á fjárfestingunni liggur fyrir. Hana er að finna í leyfunum sjálfum,“ segir Heiðar en í leyfinu sem CNOOC International leiðir er skiptingin þannig að 60% af kostnaði leggur CNOOC fram, Petoro 25% og Eykon 15%. Í minna leyfinu sem Ithaca Petroleum leiðir er skiptingin þannig að Petoro leggur fram 25%, Kolvetni (í eigu Eykon Energy) 18,75% og Ithaca 56,25%. Að mati sérfræðinga kínverska olíufélagsins CNOOC hníga rök til þess að halda rannsóknum áfram. Næsti fasi rannsókna yrði með þrívíðum endurkastsmælingum (3D seismic) á völdum stöðum innan leyfissvæðisins á Drekanum. Rannsóknaáætlun gerir ráð fyrir að þær hefjist ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 2018. Gefi þær rannsóknir svo aftur tilefni til frekari skoðunar, yrði leitarhola boruð í framhaldinu á árunum 2022-2026. Reynslan sýnir enn fremur að vinnsla á olíu og gasi getur varla hafist innan áratugar frá því að vinnanlegt magn finnst en um það er enn mikil óvissa. Fari svo að olíuleit á Drekasvæðinu verði haldið áfram og rannsóknarhola eða -holur verða boraðar er ljóst að þeir þrír milljarðar sem þegar hefur verið varið til þeirra, að mati Skúla, eru aðeins dropi í hafið miðað við heildarkostnaðinn. Frekari svör í desemberKínverska olíufélagið CNOOC International og samleyfishafar þess, Eykon ehf. og norska ríkisolíufélagið Petoro, hafa gefið út að niðurstöður tvívíðra endurkastsmælinga sem fram fóru 2015 gefi tilefni til áframhaldandi rannsókna. Niðurstaðna sams konar mælinga kanadíska félagsins Ithaca Petroleum, sem er hinn rekstraraðili leyfishafa olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu, ásamt Kolvetni og fyrrnefndu Petoro, er að vænta í byrjun desember, en ákvörðun þarf að liggja fyrir í því leyfi fyrir janúar 2017 um hvort haldið verður áfram með leyfið eða það gefið eftir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 "Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fyrirtækin sem hafa leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu hafa þegar varið nær þremur milljörðum króna til rannsókna, að mati sérfræðings Orkustofnunar. Fyrir árslok liggja fyrir niðurstöður mælinga sem byggja á þeim tveimur rannsóknaleyfum sem í gildi eru og framhald rannsókna skýrist. Það er Skúli Thoroddsen, lögfræðingur hjá Orkustofnun, sem hefur reiknað út hver kostnaður fyrirtækjanna er þegar orðinn, og byggir hann útreikninga sína á ýmsum upplýsingum sem hann og Orkustofnun hafa viðað að sér og hafa aðgang að. Hafa ber í huga, segir Skúli, að vegna þess hversu fá fyrirtæki ráðast í olíuleit um þessar mundir sé kostnaðurinn aðeins brot af því sem áður var. „Þetta eru ekki tölur úr bókhaldi fyrirtækjanna svo því sé haldið til haga. Ég set þessar tölur fram svo menn átti sig á því hvað rannsóknirnar eru umfangsmiklar og dýrar,“ segir Skúli sem tók saman gögnin vegna hugmynda um riftun Íslands á núverandi leyfum, sem hann telur fullvíst að hefði í för með sér milljarða kostnað fyrir íslenska ríkið og því vart raunhæfur kostur. Eins og kunnugt er hafa fimm af sjö stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi lýst yfir efasemdum um frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og eru loftslagssjónarmið ástæða þess. Sjálfur er Skúli ekki sannfærður um þessi rök enda sé sá möguleiki fyrir hendi að olía eða gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola og þannig hjálpað til við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Eykon Energy, segir um vanmat að ræða hjá Skúla, en er ekki í aðstöðu til að segja hverju það nemur. Skúli Thoroddsen „En skiptingin á fjárfestingunni liggur fyrir. Hana er að finna í leyfunum sjálfum,“ segir Heiðar en í leyfinu sem CNOOC International leiðir er skiptingin þannig að 60% af kostnaði leggur CNOOC fram, Petoro 25% og Eykon 15%. Í minna leyfinu sem Ithaca Petroleum leiðir er skiptingin þannig að Petoro leggur fram 25%, Kolvetni (í eigu Eykon Energy) 18,75% og Ithaca 56,25%. Að mati sérfræðinga kínverska olíufélagsins CNOOC hníga rök til þess að halda rannsóknum áfram. Næsti fasi rannsókna yrði með þrívíðum endurkastsmælingum (3D seismic) á völdum stöðum innan leyfissvæðisins á Drekanum. Rannsóknaáætlun gerir ráð fyrir að þær hefjist ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 2018. Gefi þær rannsóknir svo aftur tilefni til frekari skoðunar, yrði leitarhola boruð í framhaldinu á árunum 2022-2026. Reynslan sýnir enn fremur að vinnsla á olíu og gasi getur varla hafist innan áratugar frá því að vinnanlegt magn finnst en um það er enn mikil óvissa. Fari svo að olíuleit á Drekasvæðinu verði haldið áfram og rannsóknarhola eða -holur verða boraðar er ljóst að þeir þrír milljarðar sem þegar hefur verið varið til þeirra, að mati Skúla, eru aðeins dropi í hafið miðað við heildarkostnaðinn. Frekari svör í desemberKínverska olíufélagið CNOOC International og samleyfishafar þess, Eykon ehf. og norska ríkisolíufélagið Petoro, hafa gefið út að niðurstöður tvívíðra endurkastsmælinga sem fram fóru 2015 gefi tilefni til áframhaldandi rannsókna. Niðurstaðna sams konar mælinga kanadíska félagsins Ithaca Petroleum, sem er hinn rekstraraðili leyfishafa olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu, ásamt Kolvetni og fyrrnefndu Petoro, er að vænta í byrjun desember, en ákvörðun þarf að liggja fyrir í því leyfi fyrir janúar 2017 um hvort haldið verður áfram með leyfið eða það gefið eftir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 "Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00
Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00
"Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00
Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15
Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. 13. október 2016 20:00