Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Sunan Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 17:33 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur. Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
Fundur í fjárlaganefnd Alþingis sem hófst klukkan 15 í dag stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina stefna á að skila af sér í vikunni og segir það ekki vonlaust að Alþingi nái að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir jól. Haraldur segir vinnuna í nefndinni ganga vel. „Þetta eru náttúrulega svo skrýtnar aðstæður. Bæði höfum við haft ofboðslega lítinn tíma til að fara yfir málin og svo höfum við engan meirihluta til að vinna eftir þannig að þetta er mikil og flókin smölun,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig nefndin muni standa að breytingatillögum við frumvarpið og hvernig og hvaða samstaða næst um þær. Eins og flestir vita á enn eftir að mynda ríkisstjórn svo gæti verið að það myndist einfaldlega ríkisstjórn í fjárlaganefnd? „Það getur allt gerst en ég bara veit það ekki núna. Það glittir þó ekki í neinn sérstakan meirihluta í nefndinni,“ segir Haraldur. Forsvarsmenn Landspítalans hafa gagnrýnt fjárlagafrumvarpið harðlega frá því það var lagt fram og sagði Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á föstudag að verði frumvarpið samþykkt óbreytt þá þýði þa uppsagnir og lokanir deilda. Aðspurður segir Haraldur að ekki sé verið að skoða framlög til Landspítalans sérstaklega heldur framlög til heilbrigðismála í heild sinni. „Ég minni stöðugt á að það eru líka heilbrigðisstofnanir úti um allt land sem mega líka fá mikið kastljós. Við höfum aftur á móti hitt Landspítalann og hlustað á þeirra sjónarmið en við erum að kafa djúpt í heilbrigðismálin og reynum að ræða þau svona heildstætt,“ segir Haraldur. Það á því eftir að koma í ljós hvort að spítalinn fái hærri framlög en Haraldur segir að þetta snúist ekki bara um peninga. „Þetta snýst líka um verkferla, samskipti milli stofnana og slíkt þannig að það eru mjög fjölþættar aðferðir sem þarf að beita til að hjálpa Landspítalanum og öðrum stofnunum. En stærstu kerfisbreytingarnar núna í heilbrigðismálum er í gegnum lífeyrissjóðina þar sem er verið að stórbæta rekstur hjúkrunarheimila með því að færa lífeyrisskuldbindingar þeirra yfir á ríkissjóð,“ segir Haraldur.
Alþingi Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01