Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 17:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Auðunn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“. Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“.
Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30
Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08