Diana Satkauskaite hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Vals. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils.
Satkauskaite, sem er 24 ára litháísk landsliðskona, kom til Vals í sumar og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með liðinu.
Satkauskaite er langmarkahæsti leikmaður Vals í vetur en hún hefur skorað 81 mark í 10 deildarleikjum, eða 8,1 mark að meðaltali í leik.
Satkauskaite er næstmarkahæst í Olís-deild kvenna í vetur en Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er sú eina sem hefur skorað meira, eða 96 mörk.
Valur er í 4. sæti deildarinnar með 12 stig.
