Diana Satkauskaite hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Vals. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils.
Satkauskaite, sem er 24 ára litháísk landsliðskona, kom til Vals í sumar og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með liðinu.
Satkauskaite er langmarkahæsti leikmaður Vals í vetur en hún hefur skorað 81 mark í 10 deildarleikjum, eða 8,1 mark að meðaltali í leik.
Satkauskaite er næstmarkahæst í Olís-deild kvenna í vetur en Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er sú eina sem hefur skorað meira, eða 96 mörk.
Valur er í 4. sæti deildarinnar með 12 stig.
Sú markahæsta framlengir við Val
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti