Sögulegar stjórnarkreppur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 10:30 Dries van Agt náði að mynda ríkisstjórn í Hollandi. Hér er hann á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira