Könnun sýnir sterkari ACD meirihluta Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Áfram yrðu sjö flokkar á Alþingi ef kosið væri aftur til Alþingis. Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent