Sigmundur Davíð: Ljóst hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda kosningar í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 17:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent