Skráningar um hagsmunatengsl hæstaréttardómara verða opinberar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2016 13:02 Frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl hæstaréttardómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. vísir/gva Frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl hæstaréttardómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hæstarétti. Mikil umræða hefur skapast um hagsmunaskráningu hæstaréttardómara eftir fréttir af hlutabréfaviðskiptum nokkurra dómara við Hæstarétt. „Við ákvörðun um efni þessara upplýsinga hefur verið tekið mið af því sem dómurum ber að tilkynna nefnd um dómarastörf um samkvæmt fyrirmælum 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla og reglum settum samkvæmt þeim,“ segir í tilkynningunni.Sjá einnig:Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Jafnframt hefur verið litið til reglna Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings, sem og hvernig þessum atriðum er hagað á Norðurlöndunum. Á þessum grunni munu upplýsingarnar varða eftirfarandi meginatriði: 1. Aukastörf hvers og eins dómara ásamt því hvort greiðsla komi fyrir þau og þá úr hendi hvers. 2. Fasteignir í eigu dómara sem ætlaðar eru til annars en eigin nota fyrir hann og fjölskyldu hans. 3. Eignarhluta í hvers kyns félögum. 4. Allar skuldir dómara sem ekki tengjast beinlínis öflun fasteignar til eigin nota. 5. Aðild dómara að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði. „Upplýsingar þessar munu miðast við stöðu í ársbyrjun 2017 og verða þær framvegis uppfærðar jafnskjótt og tilefni er til. Telji aðilar að einstökum dómsmálum sig þurfa að fá tilgreindar upplýsingar um eitthvert áðurgreindra atriða á tilteknu fyrra tímamarki varðandi dómara í málum þeirra geta þeir beint fyrirspurn um það til Hæstaréttar.“Tilkynning Hæstaréttar:Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verði aðgengilegar á heimasíðu réttarins upplýsingar um hagsmunatengsl hæstaréttardómara. Við ákvörðun um efni þessara upplýsinga hefur verið tekið mið af því sem dómurum ber að tilkynna nefnd um dómarastörf um samkvæmt fyrirmælum 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla og reglum settum samkvæmt þeim. Jafnframt hefur verið litið annars vegar til reglna Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings og hins vegar til þess hvernig atriðum sem þessum er hagað á Norðurlöndunum. Á þessum grunni munu upplýsingarnar varða eftirfarandi meginatriði:1. Aukastörf hvers og eins dómara ásamt því hvort greiðsla komi fyrir þau og þá úr hendi hvers.2. Fasteignir í eigu dómara sem ætlaðar eru til annars en eigin nota fyrir hann og fjölskyldu hans.3. Eignarhluta í hvers kyns félögum.4. Allar skuldir dómara sem ekki tengjast beinlínis öflun fasteignar til eigin nota.5. Aðild dómara að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði.Upplýsingar þessar munu miðast við stöðu í ársbyrjun 2017 og verða þær framvegis uppfærðar jafnskjótt og tilefni er til. Telji aðilar að einstökum dómsmálum sig þurfa að fá tilgreindar upplýsingar um eitthvert áðurgreindra atriða á tilteknu fyrra tímamarki varðandi dómara í málum þeirra geta þeir beint fyrirspurn um það til Hæstaréttar. Alþingi Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Frá byrjun árs 2017 verða upplýsingar um hagsmunatengsl hæstaréttardómara aðgengilegar á heimasíðu réttarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hæstarétti. Mikil umræða hefur skapast um hagsmunaskráningu hæstaréttardómara eftir fréttir af hlutabréfaviðskiptum nokkurra dómara við Hæstarétt. „Við ákvörðun um efni þessara upplýsinga hefur verið tekið mið af því sem dómurum ber að tilkynna nefnd um dómarastörf um samkvæmt fyrirmælum 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla og reglum settum samkvæmt þeim,“ segir í tilkynningunni.Sjá einnig:Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Jafnframt hefur verið litið til reglna Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings, sem og hvernig þessum atriðum er hagað á Norðurlöndunum. Á þessum grunni munu upplýsingarnar varða eftirfarandi meginatriði: 1. Aukastörf hvers og eins dómara ásamt því hvort greiðsla komi fyrir þau og þá úr hendi hvers. 2. Fasteignir í eigu dómara sem ætlaðar eru til annars en eigin nota fyrir hann og fjölskyldu hans. 3. Eignarhluta í hvers kyns félögum. 4. Allar skuldir dómara sem ekki tengjast beinlínis öflun fasteignar til eigin nota. 5. Aðild dómara að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði. „Upplýsingar þessar munu miðast við stöðu í ársbyrjun 2017 og verða þær framvegis uppfærðar jafnskjótt og tilefni er til. Telji aðilar að einstökum dómsmálum sig þurfa að fá tilgreindar upplýsingar um eitthvert áðurgreindra atriða á tilteknu fyrra tímamarki varðandi dómara í málum þeirra geta þeir beint fyrirspurn um það til Hæstaréttar.“Tilkynning Hæstaréttar:Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verði aðgengilegar á heimasíðu réttarins upplýsingar um hagsmunatengsl hæstaréttardómara. Við ákvörðun um efni þessara upplýsinga hefur verið tekið mið af því sem dómurum ber að tilkynna nefnd um dómarastörf um samkvæmt fyrirmælum 26. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla og reglum settum samkvæmt þeim. Jafnframt hefur verið litið annars vegar til reglna Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings og hins vegar til þess hvernig atriðum sem þessum er hagað á Norðurlöndunum. Á þessum grunni munu upplýsingarnar varða eftirfarandi meginatriði:1. Aukastörf hvers og eins dómara ásamt því hvort greiðsla komi fyrir þau og þá úr hendi hvers.2. Fasteignir í eigu dómara sem ætlaðar eru til annars en eigin nota fyrir hann og fjölskyldu hans.3. Eignarhluta í hvers kyns félögum.4. Allar skuldir dómara sem ekki tengjast beinlínis öflun fasteignar til eigin nota.5. Aðild dómara að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði.Upplýsingar þessar munu miðast við stöðu í ársbyrjun 2017 og verða þær framvegis uppfærðar jafnskjótt og tilefni er til. Telji aðilar að einstökum dómsmálum sig þurfa að fá tilgreindar upplýsingar um eitthvert áðurgreindra atriða á tilteknu fyrra tímamarki varðandi dómara í málum þeirra geta þeir beint fyrirspurn um það til Hæstaréttar.
Alþingi Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27