Flokksleiðtogar missaga um milljarða í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2016 13:04 Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Þingmaður Pírata segir að í viðræðum flokkanna fimm um myndun ríkisstjórnar hafði nánast verið búið að finna leiðir til að fjármagna aukin útgjöld upp á um 26 milljarða króna. Formaður Viðreisnar segir hins vegar að allir nema Vinstri græn hafi verið tilbúin að auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála um sjö milljarða. Smári MacCarthy þingmaður Pírata og fulltrúi í viðræðunefnd flokksins um myndun ríkisstjórnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að vel hafi gengið að miðla málum á milli flokkanna lengst af. Þegar upp hafi verið staðið hafi kannski reynst of mikill menningarmunur á milli þeirra, það hafi kannski vantað upp á traustið og fólk ekki verið tilbúið til að ganga nógu langt til að leita sátta í til dæmis í sjávarútvegs- og ríkisfjármálum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í fréttum okkar á þriðjudag að hún teldi þurfa hátt í 30 milljarða í aukin útgjöld og tekjur til að standa við loforð um styrkingu heilbrigðs- , mennta- og samgönguinnviða á næsta ári. Smári sagði mjög misvísandi fullyrðingar hafa komið fram í umræðunni um þær tölur sem flokkarnir hafi verið að ræða varðandi aukin útgjöld og tekjur ríkissjóðs. Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil. Að stoppa í það gat? Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi. Hann vildi þó ekki skrifa það á Vinstri græn ein og sér að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm í fyrradag. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði á Vísi á mánudag að allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Fjórir flokkanna hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan Vinstri græn hafi talið að það þyrfti 27 milljarða. Vinstri græn hafi talið brýnt að gerðar yrðu breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu og til þess þyrfti á þriðja tug milljarða. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á það á Stöð 2 í gær að Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin hafi verið búin að vera í viðræðum í nokkra daga sín á milli á meðan Vinstri græn ræddu við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Vinstri græn bættust í hópinn hafi flokkarnir farið að ræða ríkisfjármálin og kerfisbreytingar. „Og þegar upp er staðið er heiðarlega svarið að það hafa allir flokkar sín sársaukamörk og við náðum þessu ekki saman án þess að einhver væri að gefa það mikið eftir að menn töldu þar með að menn væru ekki að ná sínum markmiðum. Þetta er eiginlega ekkert flóknara,“ segir Hanna Katrín.Þannig að það var ekki einhver einn flokkur sem réði þarna úrslitum? „Það getur vel verið að það hafi verið á einhvern hátt. En það voru allir að nálgast þetta út frá sömu forsendum.“En þú upplifir það kannski ekki þannig að það hafi verið einhver einn flokkur? „Alla vega ekki öðruvísi en þannig að það var unnið að þessu að heilindum og það voru þá bara þessi atriði sem skiptu sköpum þarna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira