Einar skýtur til baka á Loga Geirs sem vill að hann verði rekinn: „Horfi ekki á þennan þátt frekar en margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 11:45 Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður, telur að Stjarnan eigi að reka Einar Jónsson. vísir/stefán/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gefur lítið fyrir ummæli Loga Geirssonar, sérfræðings Föstudagsboltans, Facebook-þáttar RÚV um íslenska handboltann, en Logi sagði Einar kominn á endastöð í Garðabænum. Logi fór mikinn þegar hann gagnrýndi Einar og Stjörnuliðið síðastliðinn föstudag en það var áður en Stjarnan vann Val á mánudaginn og batt þar endi á tveggja mánaða tímabil þar sem liðið vann ekki leik. Stjarnan er á botni deildarnnar með ellefu stig en fjögur lið hafa jafnmörg stig. „Maður sér hvernig Stjörnuliðið er að virka. Við sáum þegar Stefán Darri [Þórsson] hraunaði yfir Bubba markvörð [Sveinbjörn Pétursson] á Nesinu þegar hann hitti ekki á hann þegar hann var að senda frá miðju. Bubbi var að verja 20 skot í leiknum en Stefán Darri gat ekki neitt,“ sagði Logi um 26-23 tap Stjörnunnar gegn Gróttu laugardaginn 26. nóvember.Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að leggja Val á mánudagskvöldið.vísir/stefánEr þetta ásættanlegt? Hann beindi svo spjótum sínum að þjálfaranum líflega, Einari Jónssyni: „Þjálfarinn hjá Stjörnunni er á háa C-inu. Sjá ekki allir viðbörnubjöllurnar í Garðabænum?“ spurði Logi án þess að nefna Einar á nafn. Stjarnan er nýliði í deildinni en ætlaði sér stóra hluti. Liðið sótti mikinn liðsstyrk fyrir tímabilið og fékk meðal annars atvinnumennina Ólaf Gústafsson og Sveinbjörn Pétursson heim. Þá bætti liðið við sig Stefáni Darra Þórssyni og línumanninum Garðari Sigurjónssyni úr Fram. „Að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst þar,“ svaraði Logi aðspurður hvort ábyrgðin liggur hjá Einari. „Ef ég væri í stjórninni hjá Stjörnunni myndi ég láta hann fara. Ég myndi skipta um mann hjá þessu liði.“ „Er ásættanlegt að vera með Garðar, Óla Gúst, Bubba í markinu og fleiri stráka og bara hörku leikmenn að skrapa botninn með níu stig eftir fimmtán umferðir? Það er kominn tími á breytingar í Garðabænum, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi Geirsson.Nennir ekki að velta sér upp úr þessu Einar Jónsson, sem gerði Fram nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla fyrir fjórum árum, tók við Stjörnunni í fyrra þegar hann sneri aftur frá Noregi. Hann kom Stjörnunni upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og kom liðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð. Stjarnan fór vel af stað í vetur en eftir að Einar var úrskurðaður í leikbann fyrir að æsa sig eftir tapleik gegn Aftureldingu vann Garðabæjarliðið ekki leik þar til á sunnudaginn þegar það lagði Valsmenn. Einar gefur lítið fyrir orð Loga Geirssonar og sendi honum og Facebook-þætti Ríkissjónvarpsins væna pillu aðspurður um gagnrýni silfurmannsins í viðtali á handboltavefnum fimmeinn.is. „Ég reyndar sá þetta ekki fyrr en í gær eða fyrradag, enda horfi ég ekki á þennan þátt frekar en margir aðrir,“ sagði Einar sem efaðist um að Logi væri hæfur til að gagnrýna Stjörnuliðið þar sem hann hefur varla séð leik með því í vetur, að sögn þjálfarans. „Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp úr þessum orðum hans. Ég hef ekki séð hann á nema kannski einum leik hjá okkur í vetur, en samt heyri ég að flestir þættirnir fari í að ræða um mig og mitt lið,“ sagði hann. „Hann er sérfræðingurinn sem allir vilja hafa hjá sér sem sýnir kannski best metnaðinn, en hann hlýtur þar af leiðandi að vera okkar helsti sérfræðingur um handboltann hér heima,“ sagði Einar Jónsson. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gefur lítið fyrir ummæli Loga Geirssonar, sérfræðings Föstudagsboltans, Facebook-þáttar RÚV um íslenska handboltann, en Logi sagði Einar kominn á endastöð í Garðabænum. Logi fór mikinn þegar hann gagnrýndi Einar og Stjörnuliðið síðastliðinn föstudag en það var áður en Stjarnan vann Val á mánudaginn og batt þar endi á tveggja mánaða tímabil þar sem liðið vann ekki leik. Stjarnan er á botni deildarnnar með ellefu stig en fjögur lið hafa jafnmörg stig. „Maður sér hvernig Stjörnuliðið er að virka. Við sáum þegar Stefán Darri [Þórsson] hraunaði yfir Bubba markvörð [Sveinbjörn Pétursson] á Nesinu þegar hann hitti ekki á hann þegar hann var að senda frá miðju. Bubbi var að verja 20 skot í leiknum en Stefán Darri gat ekki neitt,“ sagði Logi um 26-23 tap Stjörnunnar gegn Gróttu laugardaginn 26. nóvember.Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að leggja Val á mánudagskvöldið.vísir/stefánEr þetta ásættanlegt? Hann beindi svo spjótum sínum að þjálfaranum líflega, Einari Jónssyni: „Þjálfarinn hjá Stjörnunni er á háa C-inu. Sjá ekki allir viðbörnubjöllurnar í Garðabænum?“ spurði Logi án þess að nefna Einar á nafn. Stjarnan er nýliði í deildinni en ætlaði sér stóra hluti. Liðið sótti mikinn liðsstyrk fyrir tímabilið og fékk meðal annars atvinnumennina Ólaf Gústafsson og Sveinbjörn Pétursson heim. Þá bætti liðið við sig Stefáni Darra Þórssyni og línumanninum Garðari Sigurjónssyni úr Fram. „Að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst þar,“ svaraði Logi aðspurður hvort ábyrgðin liggur hjá Einari. „Ef ég væri í stjórninni hjá Stjörnunni myndi ég láta hann fara. Ég myndi skipta um mann hjá þessu liði.“ „Er ásættanlegt að vera með Garðar, Óla Gúst, Bubba í markinu og fleiri stráka og bara hörku leikmenn að skrapa botninn með níu stig eftir fimmtán umferðir? Það er kominn tími á breytingar í Garðabænum, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi Geirsson.Nennir ekki að velta sér upp úr þessu Einar Jónsson, sem gerði Fram nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla fyrir fjórum árum, tók við Stjörnunni í fyrra þegar hann sneri aftur frá Noregi. Hann kom Stjörnunni upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og kom liðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð. Stjarnan fór vel af stað í vetur en eftir að Einar var úrskurðaður í leikbann fyrir að æsa sig eftir tapleik gegn Aftureldingu vann Garðabæjarliðið ekki leik þar til á sunnudaginn þegar það lagði Valsmenn. Einar gefur lítið fyrir orð Loga Geirssonar og sendi honum og Facebook-þætti Ríkissjónvarpsins væna pillu aðspurður um gagnrýni silfurmannsins í viðtali á handboltavefnum fimmeinn.is. „Ég reyndar sá þetta ekki fyrr en í gær eða fyrradag, enda horfi ég ekki á þennan þátt frekar en margir aðrir,“ sagði Einar sem efaðist um að Logi væri hæfur til að gagnrýna Stjörnuliðið þar sem hann hefur varla séð leik með því í vetur, að sögn þjálfarans. „Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp úr þessum orðum hans. Ég hef ekki séð hann á nema kannski einum leik hjá okkur í vetur, en samt heyri ég að flestir þættirnir fari í að ræða um mig og mitt lið,“ sagði hann. „Hann er sérfræðingurinn sem allir vilja hafa hjá sér sem sýnir kannski best metnaðinn, en hann hlýtur þar af leiðandi að vera okkar helsti sérfræðingur um handboltann hér heima,“ sagði Einar Jónsson.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira