Hermenn myrða íbúa á heimilum í Aleppo Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. desember 2016 07:00 Íbúar í Aleppo hafa margir fagnað sigri stjórnarhersins á uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira