Handbolti

Stelpurnar hans Þóris geta tryggt sér farseðilinn í undanúrslit í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir hefur stýrt norska liðinu til sigur í öllum leikjum þess á EM í Svíþjóð.
Þórir hefur stýrt norska liðinu til sigur í öllum leikjum þess á EM í Svíþjóð. vísir/afp
Noregur getur í dag orðið fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta sem fer fram í Svíþjóð.

Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar eru eina liðið sem hefur unnið alla leiki sína á EM. Noregur vann alla þrjá leiki sína í D-riðli og svo fyrsta leikinn í milliriðli 2.

Norska liðið mætir því ungverska klukkan 17:30 í dag og með sigri tryggja Norðmenn sér farseðilinn í undanúrslitin.

Ungverjar eru stigalausir í milliriðli 2 og hafa aðeins stoltið til að spila upp á í dag.

Noregur hefur komist í undanúrslit á átta af níu stórmótum undir stjórn Þóris. Norska liðið er ríkjandi Evrópumeistari en það vann Spánverja í úrslitaleik EM 2014.

Í fyrsta leik dagsins mætast Tékkland og Rúmenía. Rúmenar eru með fjögur stig í 2. sæti riðilsins og eiga góða möguleika á að komast í undanúrslit. Tékkar eru í 4. sætinu með tvö stig.

Í síðasta leik dagsins mætast svo Danir og Ólympíumeistarar Rússa. Danir eru með fjögur stig í 3. sæti riðilsins en Rússar í því fimmta með tvö stig. Rússneska liðið þarf að vinna leikinn í kvöld til að halda í vonina um að komast áfram.


Tengdar fréttir

Þórir og stelpurnar byrja á sigri á EM

Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til tveggja marka sigurs á Rúmeníu í kvöld, 23-21, í fyrsta leik liðsins á EM í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×