Samfélagsmiðlaraunir Ólafíu verða stelpunum okkar víti til varnaðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 12:30 Freyr Alexandersson ætlar að nýta sér reynslu Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur. vísir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerði upp viðburðaríkt ár stelpnanna okkar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um síðustu helgi en nóg var að gera hjá Frey og íslensla liðinu. Það tryggði sér í þriðja sinn þátttöku á EM og verður á meðal þátttökuþjóða í Hollandi á næsta ári en auk þess var farið á hið árlega Algarve-mót og svo á æfingamót í Kína í vetur. Það mót var liður í undirbúningi stelpnanna okkar fyrir EM þar sem Freyr meðal annars prófaði nýtt leikkerfi. Freyr er ekki bara að undirbúa liðið fyrir það sem getur gerst inn á vellinum heldur líka utan hans. Hann er meðvitaður um eðlilegt áreiti fjölmiðla og ekki síður samfélagsmiðla þar sem hver sem er getur ljáð skoðun sína á hvaða málefni sem er og ekkert er ritskoðað. Hann segist horfa til upplifunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, kylfingsins magnaða sem tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í síðustu viku. Á mótinu áður en kom að lokaúrtökumótinu fyrir LPGA fór hún ansi flatt á því að skoða samfélagsmiðla eftir tvo góða hringi á móti í Abú Dabí. „Það var mjög mikilvæg reynsla og hún kenndi mér mjög mikið. Það var mikið „hype“ í kringum mig þá. Allir að skrifa mér og óska mér góðs gengis. Eins skemmtilegt og það var þá var það líka yfirþyrmandi og ég þarf að læra betur á það,“ sagði Ólafía í viðtali við Vísi eftir að hún komst inn á LPGA en þar tók húm meðvitað ákvörðun um að skoða ekki Facebook.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst á LPGA og skoðaði ekki samfélagsmiðla.mynd/letSamfélagsmiðlar stækkað Þessi reynsla Ólafíu Þórunnar verður kvennalandsliðinu víti til varnaðar en Freyr er búinn að vera að afla sér þekkingar frá öðrum íslenskum þjálfurum sem hafa farið á stórmót og mun hann leggja áherslu á að undirbúa liðið vel utan vallar. „Ég er búinn að vera að undirbúa mig vel til að geta undirbúið liðið eins vel og ég get. Eins og með allt andlegt áreiti. Mér fannst til dæmis mjög áhugavert að heyra í nýju golfstjörnunni okkar, Ólafíu Þórunni, þar sem hún nefnir sína reynslu af Abú Dabí þar sem henni gengur vel og þá taka samfélagsmiðlar yfir hennar líf. Hún var ekki vön því,“ segir Freyr. „Ég hef talað um að ég sé að venja liðið mitt við áreiti og þetta er ástæðan. Bæði er varðar fjölmiðla og umhverfið. Það er svo erfitt að setja upp þessar aðstæður, þú verður bara að lenda í þeim og þarna var Ólafía að lenda í þessu í fyrsta skipti.“ „Samfélagsmiðlar taka yfir hennar líf, hún missir aðeins einbeitingu og rennur aðeins til. En það sem sýnir hvað hún er flott er að hún lærir af þessu strax. Þetta er einn af punktunum sem ég er mjög meðvitaður um og ég hef rætt mjög opinskátt um þetta við kollega mína sem hafa farið á stórmót í öðrum íþróttum undanfarið.“ „Bara frá því 2013 hafa samfélagsmiðlar stækkað gríðarlega. Þegar kvennalandsliðið fór fyrst á stórmót árið 2009 var Facebook varla byrjað, eða þannuig. Þetta er einn af punktunum sem við þurfum virkilega að hafa á bakvið eyrað og að undirbúa okkur vel fyrir,“ segir Freyr.Stelpurnar okkar verða á EM í Hollandi.vísir/ernirHalda sig kannski vel undirbúnar Stelpurnar okkar eru mjög reyndar en í hópnum á EM verða, ef ekkert kemur upp á, þrír leikmenn sem spilað hafa ríflega 100 leiki. Þess utan eru flestir byrjunarliðsmennirnir mjög reyndir og eru því kannski vanir miklu áreiti utan vallar, eða hvað? „Samt ekki,“ segir Freyr. „Það var nú eitt af því sem ég lærði þegar ég var með strákunum í Frakklandi. Þeir fylgjast líka með samfélagsmiðlum. Þetta hefur áhrif á þá og þarna erum við að tala um stráka sem eru vanir þessu umhverfi og eru alltaf undir þessu áreiti. Þetta ýtir örlítið við sumum og sumum mikið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta getur gert við stelpur sem spila í Pepsi-deildinni hérna heima þar sem mæta kannski að meðaltali 150 manns á leik.“ „Þær eru ekkert ofboðslega vel undirbúnar. Þær kannski halda það, en eftir samtöl við kollega mína þá þurfum við að vera mjög meðvituð um þetta. Ég veit ekki hvort ég þurfi að setja einhverjar reglur eða eitthvað þannig, þetta snýst meira um að vera meðvituð um hættuna við þetta og í þessu mun ég vinna á næsta ári,“ segir Freyr Alexandersson. Viðtalið við Frey má heyra hér að neðan en það hefst á 09:45. Umræðan um samfélagsmiðlana hefst á 15:25. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerði upp viðburðaríkt ár stelpnanna okkar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um síðustu helgi en nóg var að gera hjá Frey og íslensla liðinu. Það tryggði sér í þriðja sinn þátttöku á EM og verður á meðal þátttökuþjóða í Hollandi á næsta ári en auk þess var farið á hið árlega Algarve-mót og svo á æfingamót í Kína í vetur. Það mót var liður í undirbúningi stelpnanna okkar fyrir EM þar sem Freyr meðal annars prófaði nýtt leikkerfi. Freyr er ekki bara að undirbúa liðið fyrir það sem getur gerst inn á vellinum heldur líka utan hans. Hann er meðvitaður um eðlilegt áreiti fjölmiðla og ekki síður samfélagsmiðla þar sem hver sem er getur ljáð skoðun sína á hvaða málefni sem er og ekkert er ritskoðað. Hann segist horfa til upplifunnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, kylfingsins magnaða sem tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í síðustu viku. Á mótinu áður en kom að lokaúrtökumótinu fyrir LPGA fór hún ansi flatt á því að skoða samfélagsmiðla eftir tvo góða hringi á móti í Abú Dabí. „Það var mjög mikilvæg reynsla og hún kenndi mér mjög mikið. Það var mikið „hype“ í kringum mig þá. Allir að skrifa mér og óska mér góðs gengis. Eins skemmtilegt og það var þá var það líka yfirþyrmandi og ég þarf að læra betur á það,“ sagði Ólafía í viðtali við Vísi eftir að hún komst inn á LPGA en þar tók húm meðvitað ákvörðun um að skoða ekki Facebook.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst á LPGA og skoðaði ekki samfélagsmiðla.mynd/letSamfélagsmiðlar stækkað Þessi reynsla Ólafíu Þórunnar verður kvennalandsliðinu víti til varnaðar en Freyr er búinn að vera að afla sér þekkingar frá öðrum íslenskum þjálfurum sem hafa farið á stórmót og mun hann leggja áherslu á að undirbúa liðið vel utan vallar. „Ég er búinn að vera að undirbúa mig vel til að geta undirbúið liðið eins vel og ég get. Eins og með allt andlegt áreiti. Mér fannst til dæmis mjög áhugavert að heyra í nýju golfstjörnunni okkar, Ólafíu Þórunni, þar sem hún nefnir sína reynslu af Abú Dabí þar sem henni gengur vel og þá taka samfélagsmiðlar yfir hennar líf. Hún var ekki vön því,“ segir Freyr. „Ég hef talað um að ég sé að venja liðið mitt við áreiti og þetta er ástæðan. Bæði er varðar fjölmiðla og umhverfið. Það er svo erfitt að setja upp þessar aðstæður, þú verður bara að lenda í þeim og þarna var Ólafía að lenda í þessu í fyrsta skipti.“ „Samfélagsmiðlar taka yfir hennar líf, hún missir aðeins einbeitingu og rennur aðeins til. En það sem sýnir hvað hún er flott er að hún lærir af þessu strax. Þetta er einn af punktunum sem ég er mjög meðvitaður um og ég hef rætt mjög opinskátt um þetta við kollega mína sem hafa farið á stórmót í öðrum íþróttum undanfarið.“ „Bara frá því 2013 hafa samfélagsmiðlar stækkað gríðarlega. Þegar kvennalandsliðið fór fyrst á stórmót árið 2009 var Facebook varla byrjað, eða þannuig. Þetta er einn af punktunum sem við þurfum virkilega að hafa á bakvið eyrað og að undirbúa okkur vel fyrir,“ segir Freyr.Stelpurnar okkar verða á EM í Hollandi.vísir/ernirHalda sig kannski vel undirbúnar Stelpurnar okkar eru mjög reyndar en í hópnum á EM verða, ef ekkert kemur upp á, þrír leikmenn sem spilað hafa ríflega 100 leiki. Þess utan eru flestir byrjunarliðsmennirnir mjög reyndir og eru því kannski vanir miklu áreiti utan vallar, eða hvað? „Samt ekki,“ segir Freyr. „Það var nú eitt af því sem ég lærði þegar ég var með strákunum í Frakklandi. Þeir fylgjast líka með samfélagsmiðlum. Þetta hefur áhrif á þá og þarna erum við að tala um stráka sem eru vanir þessu umhverfi og eru alltaf undir þessu áreiti. Þetta ýtir örlítið við sumum og sumum mikið. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta getur gert við stelpur sem spila í Pepsi-deildinni hérna heima þar sem mæta kannski að meðaltali 150 manns á leik.“ „Þær eru ekkert ofboðslega vel undirbúnar. Þær kannski halda það, en eftir samtöl við kollega mína þá þurfum við að vera mjög meðvituð um þetta. Ég veit ekki hvort ég þurfi að setja einhverjar reglur eða eitthvað þannig, þetta snýst meira um að vera meðvituð um hættuna við þetta og í þessu mun ég vinna á næsta ári,“ segir Freyr Alexandersson. Viðtalið við Frey má heyra hér að neðan en það hefst á 09:45. Umræðan um samfélagsmiðlana hefst á 15:25.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti