Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 19:20 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Þetta segir Eiríkur í kjölfar yfirlýsingar forseta Íslands sem segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. „Þegar forseti segir að það sé komin upp alvarleg staða þá merkir það að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir að það sé búið að þrautreyna allar augljósar sviðsmyndir til að mynda ríkisstjórn í landinu.“ Sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hann segir þá að hugsanlega sé kominn tími til að fara í nýjar og skapandi aðgerðir. Nefnir hann minnihlutastjórn sem dæmi. „Kannski þurfa menn að fara í einhverjar skapandi aðgerðir, gera eitthvað nýtt. Það er til dæmis að koma hér á minnihlutastjórn. Augljósasti kosturinn í þeim efnum væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“ Þingstyrkur flokka á Alþingi hefur hingað til ráðið för hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkur að vera næstur í röðinni en Eiríkur segir þá ekki líklega til að ná að mynda meirihlutastjórn. „Miðað við hvernig forseti hefur hagað þessu ætti Framsókn að fá umboðið næst. Gallinn við það er þó sá að maður sér ekki hvernig þeir eiga að geta myndað meirihlutastjórn.“ Eiríkur segir að þó að stjórnarkreppa ríki í landinu þýði það ekki að neyð sé uppi. „Það er algjörlega augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir þó ekki að það sé einhver neyð eða vá uppi og við getum alveg farið glöð inn í jólin þó það sé stjórnarkreppa.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Þetta segir Eiríkur í kjölfar yfirlýsingar forseta Íslands sem segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. „Þegar forseti segir að það sé komin upp alvarleg staða þá merkir það að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir að það sé búið að þrautreyna allar augljósar sviðsmyndir til að mynda ríkisstjórn í landinu.“ Sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hann segir þá að hugsanlega sé kominn tími til að fara í nýjar og skapandi aðgerðir. Nefnir hann minnihlutastjórn sem dæmi. „Kannski þurfa menn að fara í einhverjar skapandi aðgerðir, gera eitthvað nýtt. Það er til dæmis að koma hér á minnihlutastjórn. Augljósasti kosturinn í þeim efnum væri minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“ Þingstyrkur flokka á Alþingi hefur hingað til ráðið för hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við veitingu umboðs til stjórnarmyndunar. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkur að vera næstur í röðinni en Eiríkur segir þá ekki líklega til að ná að mynda meirihlutastjórn. „Miðað við hvernig forseti hefur hagað þessu ætti Framsókn að fá umboðið næst. Gallinn við það er þó sá að maður sér ekki hvernig þeir eiga að geta myndað meirihlutastjórn.“ Eiríkur segir að þó að stjórnarkreppa ríki í landinu þýði það ekki að neyð sé uppi. „Það er algjörlega augljóst að það sé stjórnarkreppa í landinu. Það þýðir þó ekki að það sé einhver neyð eða vá uppi og við getum alveg farið glöð inn í jólin þó það sé stjórnarkreppa.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Sjá meira
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26